Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 60

Skírnir - 01.08.1905, Side 60
252 Prestúrinn. — en svo kom heyrnardeyfan, og nú sat hann hér við- litlu götuna með 300 rd. eftirlaun og grænlenzku sálma- bókina sína. Hann var á einni langferðinni sinni í snjólandinu þar norður frá. Þar er farið á sleðum á ísuin, ýmist á landi eða sjó, þegar til fjarðanna kemur. Hann ætlaði til nokk- urra afskektra kofa suður frá, sunnan við nýlenduna. Það var nýlunda, að presturinn ferðaðist þannig kofa úr kofa í því skyni að segja frá honum, sem gerðist sjálfur lítilmótlegastur og fátækastur allra til þess að frelsa smæ- lingjana. En síra Skeel gerði það . . . Þá var það á einni ferðinni, að presturinn var úti á firði og alt í einu kom rek á ísinn .... Honum varð bjargað, og hann hélt líka áfram til kofanna sunnan við nýlenduna, en þegar hann kom heim, var hann næstum orðinn heyrnarlaus. Hann hafði líka verið átta stundir i ísköldu vatninu upp í mitti. Og augu konunnar hans þoldu ekki að horfa á eilífan snjóinn, glitrandi og glampandi sem þúsundir gimsteina.. Hún var nærri orðin blind. Svo fóru þau heim, og nú sátu þau þarna við litlu götuna í hvíta húsinu, og enginn þekti sjálfsafneitun þeiira eða dáðist að því, sem þau liöfðu lagt í sölurnar. En þau hehntuðu það ekki heldur. Inni í laufskálanum með grænu borði og grænum bekkjum er svalt og hressandi. Villivínviðurinn stendur í fullum blóma og skyggir vel fyrir sólina. Þau hafa því ílutt sig þangað eftir hádegið . . . Frarnan af deginum er hann að þýða sálmabókina: hann er seinn að þýða, hon- um liggur ekkert á heldur; og þegar sálmi er lokið, er hann lengi að hefla hann. Svo tekur hann oft upp hand- ritið, hann heflr unnið að því langar stundir með ást og alúð, og hann gleðst í kyrþey af því að allir þessir inn- daiu sálmar verði nú líka sungnir fyrir þá, sem búa þar nyrðra í skammdegislandinu. Hún annast innanhússýsluna, býr til mat og sýður niður mat. Svo kernur matmálstíminn, og hún ber á borð’

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.