Skírnir - 01.08.1905, Side 61
Presturinn.
253
— alt af óbrotna uppáhaldsrétti hans, sem reyndar hafa
smámsaman líka orðið uppáhaldsréttir hennar.
Eftir matinn fara þau ofan í laufskálann, og hann
les hátt, þulbaldalega eins og heyrnardaufum er titt; þeir
virðast að eins heyra ógreinilegt muldur, er þeir tala;
lesturinn er svæfandi og tilbreytingarlaus. En henni finst
hann alt af lesa vel, eins og meðan þau voru i tilhugalífinu
og hann las »Axel og Valborg« fyrir hana í fyrsta sinn.
Svo staldrar hann stundum við og spyr um hitt eða
þetta. Annað veit alt af hverju hitt muni svara, en þau
spyrja samt, að eins til að heyra svörin, sem þau geta sér
til áður en þau koma.
»Þetta er heimskuleg saga, Jakob«, segir hún.
»Hvað segirðu?« spyr hann og bregður hönd íyrir
eyra.
»Eg segi, að þetta sé heimskuleg saga . . . Það at-
vikast ekki svona«.
Hann hlær. »Þú dæmir eftir okkur sjálfum, kona«,
segir hann. »En fyrir okkur var það nú svo ósköp blátt
áfram Það var auðvelt að ná í þig, mamma«.
Hann kallar konuna sina oft »mömmu«, það var frá
þeim tíma, þegar drengurinn lifði — sá eini sem þau áttu,
drengurinn, sem þau urðu að grafa þar nyrðra í snjónum.
»Það er ekki satt, Jakob«, segir hún og roðnar. »Það
varst þú, sem varst huglaus, og svo ætlaði eg að hjálpa
þér . . .«
»Já, einmitt. Og þegar eg svo tók rauðu rósina og
gaf þér, þá kystir þú hana undir eins . . .«
»Nú já, og hvað svo?«
»Svo vorum við trúlofuð . . .«
»Hefirðu þá iðrast þess, Jakob?« spyr hún gletnis-
lega beint inn í eyrað á honum. Og þegar hún er komin
svo nálægt, lokar hann munninum á henni með kossi.
En það var satt, sem hann sagði: Hann var þá að-
stoðarprestur hjá föður hennar. Hún var tvítug, há og
grönn og bjarthærð; augun tindrandi, kinnarnar rjóðar,
sællegar, ávalar eins og þroskaður ávöxtur. Og hann