Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 64

Skírnir - 01.08.1905, Side 64
Verndun fornmenja og gamalla kirkjugripa.*) Forfeður yor íslendinga hafa arfleitt oss að því dýr- mætasta, sem vér eigum; enda ætti það að vera oss kær- ast og helgast, sem þeir hafa skilið oss eftir til merkis og minningar um sig og sína tíð. Þeir námu sér og sínum eftirkomendum, oss, ættjörðu vora, sem oss er öllu öðru helgari; þeir »reistu sér bygðir og bú« og »hörg ok hof hátimbruðu«; þeir urpu hauga yfir hetjur sínar og höfð- ingja meðan þeir voru ásatrúar; þeir helguðu þingstaði og bygðu sér þar búðir. Enn í dag finnast leifar alls þessa á Islandi, þótt fá- vizka vor, hirðuleysi og ræktarleysi hafi valdið oss sorg- legu tjóni í þessu sem öðru. Margar af þessum fornmenjum og fornhelgu stöðvum voru fallnar í gleymsku áður en áhugi vor vaknaði til þess að vernda þær. Hugur vor snerist miklu fyr að öðrum fornmenjum, sem voru að sumu leyti yngri, en þó engu ómerkari: handritunum frá miðöldum vorum, er geymdu snildarverk fornskáldanna og hinar gullfögru, ómetanlegu frásagnir í bundnu máli og óbundnu um ættir og æfi forfeðra vorra, hreystiverk þeirra og viðburði á þeirra tíð. Þessar forn- menjar hafa varpað ævarandi ljóma á ættjörðu vora og þjóð, og þessar bókmentir hafa gefið oss óteljandi dæmi til skemtunar, umhugsúnar og eftirbreytni. En vér vorum, sem kunnugt er, sviftir eign og umráðum yfir flestum *) Margt af því sem hér segir tók höf. fram i fyrirlestri um þetta málefni, er hann flutti í Félagi ísl. stúdenta í Khöfn 9. VI. 1905, og sendi þá fél. áskorun tii alþingis þessu máli viðvíkjandi.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.