Skírnir - 01.08.1905, Page 65
Venidun fornmenja og gamalla kirkjugripa.
257
þessum fornmenjum, handritunum fornu, og það mest fyrir
vanhyggju vora.
Rústir af bæjum og búðatóttum, hofum og haugum,
sem eru eins og myndir við elztu frásagnirnar, hefir ætt-
jörðin enn að gevma, þareð þær urðu ekki fluttar af landi
burt í bókaskrínum. Þó hafa margar rústir og haugar verið
rofnir og eyddir,*) og enn voflr mikil hætta yfir öllum
fornrústum vorum, bæði af manna höndum, fávizku og
hirðuleysi, og af hendi náttúrunnar, vatni og vindi.
Oss má ekki að eins vera það ljúft og það löngun vor,
að gæta þessa góða arfs með ræktarsemi og trúmensku,
heldur er það brýn nauðsyn og heilög skylda vor, að gera
alt, sem unt er, til að leita þessara fornmenja, viðhalda
þeim og verja þær fyrir h vers konar skemdum.
í samanburði við frændþjóðir vorar erum vér íslend-
ingar skamt á veg komnir með að vernda og friða vorar
föstu fornmenjar. Ahugi manna á þessu málefni vakn-
aði naumast verulega fyr en kringum 1880, þegar
Fornleifafélagið var stofnað. Að vísu hafði forngripa-
safnið verið til í allmörg ár áður, en fyrir sakir fákunn-
áttu og féleysis hafði lítið verið gert í þessa átt. Það sem
gert heflr verið er mest að þakka hinum ötula fornfræð-
ingi, Sigurði Vigfússyni, sem með einstökum áhuga og
dugnaði fékk tiltölulega miklu til leiðar komið, einkum
til að flnna og rannsaka sögustaði og fornar rústir. A síð-
ustu árum hefir Fornleifafélagið og Brynjólfur skáld Jóns-
son frá Minna-Núpi fengið dálitlar styrkveitingar af lands-
sjóði til þess að framkvæma rannsóknir í þessa átt (sbr.
ritgerðir hans og Sigurðar Vigfússonar í Arbókum Forn-
leifafélagsins).
Mest er þó eftir ógert í þessum efnum. Það væri vel,
ef fundnir yrðu og rannsakaðir allir fornir þingstaðir,
*) Sbr. ritgjörð prófessors FinDS Jónssouar í Árbók Fornleifafélagsins
1901, bls. 1—6, og ýmsar aðrar ritgerðir í Árbókum Fornleifafélagsins;
ennfremur Kr. Kalund, Bidrag til en hist.-topogr. Beskrivelse af Island
1—II (sjá registrið aftan við).
17