Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 68

Skírnir - 01.08.1905, Page 68
260 Verndun fornmenja og gamalla kirkjugripa. fornfræðingar og teiknarar færu um landið að rannsaka allar fastar fornmenjar og semja lýsingar á þeim helztu, og láta friða þær eða kaupa fyrir ríkið. Oþarft er að fjölvrða um það hér, hversu afarmikla þýðingu allar þessar rannsóknir höfðu fyrir vísindin. - Fornar hallir, lierrasetur og kirkjur voru nú óðum endur- bættar og reistar úr rústum fyrir svo mikið fé, að miljón- um króna skifti. Síðan heflr stjórnin (ráðaneytin dönsku) við og við rnint menn á verndun fornmenjanna með áskorunum og fyrirskipunum. Skal hér bent á bréf til stiftsyflrvaldanna (dönsku) 26. 1 1886, er skipar þeim að skylda presta þá, er húa á kirkjujörðum, til að gæta þess, að dysjar, haugar og aðrar fastar fornmenjar á jörðum þeirra séu látnar óhaggaðar nema leyfi forngripavarðar sé fyrir að þeim megi raska; enn fremur um það, hversu með þau mál skuli fara við sölu og aðra afhendingu kirkjujarða. - Annað bréf er til amtmanna (danskra) 9. VI. 1890, um það, að ekki rnegi raska haugum eða öðrum fornmenjum við vegagerð*) áður en forngripasafnsstjórninni sé gert við- vart. — Enn fremur skrifaði stjórnin öllum dönskum amt- mönnum 5. I. 1894, um það, að þeir styrki forngripasafns- stjórnina í fornfræðislegum efnum, einkum að því er snertir forngripi, er finnast i jörðu, og friðaðar fornmenjar. — Þess skal getið, að á friðuðum haugum og öðrum forn- menjum í Danmörku er reistur steinn, merktur F. M. (þ. e. Fredet Mindesmærke). Þannig hafa Danir farið að og fengið stórkostlega miklu til vegar komið þar í landi í þessu máli. Það er mest um vert, að álmgi alþýðu á fornmenjunum og viljinn til að vernda þær er þar nú alment vaknaður, án la-ga og málaferla. Aftur á móti hafa Svíar fyrir löngu gert lög um frið- un og verndun fornmenja þar i landi. Elzta fyrirskipunin *) Eíds og borið befir við á íslandi, sbr. Arbók Fornleifafélagsins 1901, bls. 1—6.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.