Skírnir - 01.08.1905, Síða 75
Verndun fornmenja og gamalla kirkjugripa.
267
sápulút og saltsýru; bréf til biskupa 12. XII. 1895 um
áhöld í kirkjum; bréf til biskupa 19. XII. 1895 um að
þeir tilkynni prestum, að þeir skuli aðstoða forngripasafns-
verðina með ýmsu móti; bréf til biskupa 5. III. 1896 um
reykelsisker.
Haganlegt myndi að sníða lög vor um lausar forn-
menjar og kirkjugripi eftir lögum Svía um þetta efni og
þessum stjórnarbréfum Dana. En vart myndi einhlítt að
gera lögin án þess að sérstakt eftirlit væri með, að þeim
yrði framfylgt og ekki farið að ósekju kring um þau.
Einnig er full þörf á, að vísindamönnum í ýmsum grein-
um, er hér að lúta, og umsjónarmanni forngripasafnsins
.sé gert kunnugt um allar merkustu fornmenjar vorar og
listagripi. Einkum er brýn nauðsyn á að rannsaka og
vernda gamla legsteina, sem nú liggja víða undir skemd-
um.*) Ef skipaður yrði umsjónarmaður fastra fornmenja,
mætti einnig, ef hann yrði fær um það, fela lionum á
heudur rannsókn og umsjón lausra formnenja Varla
myndi af veita að stjórnarráðið skrit'aði biskupi og hann
prestum og umsjónarmönnum kirkna um meðferð kirkju-
gripa. Að sjálfsögðu ber og að tilgreina í máldögum eða
öðrum skýrslum um eignir kirknanna alla þá gripi, er
þeim tilheyra, enda ber biskupi að líta eftir öllu slíku,
er hann vísiterar.
Vér verðum að hugsa og framkvæma eitthvað í þessu
mikilsvarðandi málefni og leggja nokkuð fé fram til þeirra
framkvæmda. Það er ekki aðeins til vísindalegs gagns,
heldur jafnframt vegna tilfinninga vorra og heiðurs þjóð-
arinnar.
Karlshöfn, í áffústmán. 1905. ,, , , ,
’ ° MATTHIAS P0KÐAH80N.
Aths. ritstj. Síðan þetta varritað hefir Alþingi 1905 sainþ. svohljúð-
andi tillögu til þi ng s ály k t unar uni verndun fornnienja á landinu:
„Alþiugi ályktar að skora á landsstjórnina, að leggja fyrir næsta alþingi
frumvarp til laga um verndun fornmenja í landinu, og reisa nú þegar
alvarlegar skorður gegn því, að forngripum úr kirkjum eða frá öðrum
opinberum stofnunum verði fargað út úr landinu frekar en orðið er“.
*) Sjá Arhók Fornleifafélagsins 1904, bls. 33—35.