Skírnir - 01.08.1905, Page 80
-272
Utlendar fréttir.
og hyggindi í þessu máli. Gefi guð Svíþjóð mát.t til þess að
vinna það upp með framförum heima fyrir sem það ef til vill tap-
ar við leysing ríkjasambandsins«. Síðan lagði ráðaneytisformaður-
inn, Ramstedt, tillögur stjórnarinnar fyrir ríkisdaginn. Sagði hann
bandalagi þjóðanna ekki verða löglega slitið með ákvæði norska
stórþingsins eins, hetdur yrði einnig að fást til þess samþykki
sænsku stjórnarinnar og ríkisdagsins; væri það uú verkefni þessa
þings að ákveða, hver svör Svíar skyldu gefa Norðmönnum um
þetta mál.
Almenningur í Svíþjóð hafði beðið þess með mikilli óþreyju,
að stjórnin léti uppi skoðanir síuar. Nú, er þær komu fram á
ríkisdeginum, vöktu þær megna óánægju um land alt. Þótti mönn-
nm hún taka alt of vægt í strenginn og Svíaríki engan veginu
vanvirðulaust að láta Norðmenn með öllu sjálfráða. t^vo mikið
kvað að æsingunni á ríkisdeginum, að við sjált't lá að ráðaneytið
yrði þegar að segja af sér völdum. Þó fylgdi jafnaðarmannaflokk-
urinn í Svíþjóð máli Norðmanna, vildi láta þá vera lausa úr sam-
bandinu, ef þeir æsktu þess sjálfir, og fylgdu blöð flokksins þessu
fram fast og einhuga. Sjórninni þótti horfurnar ófriðlegar og
sendi sænska flotann vestur fyrir land, til þess að vera við öllu búin.
Þingið setti nefnd til að íhuga málið og kom hún fram með
álitsskjal sitt 25. júlí. Ekki vildi hún fela stjórninni að semja um
málið við Norðmenn, og taldi þó ekki rótt að halda bándalagi
ríkjanna við með hervaldi, eða að Norðmönnum nanðugum. En
hún sagði, að Norðmenn yrðu að syna skyrar og ákveðnar en orðið
væri, að það væri almenningsvilji þar í landi að sambandinu skyldi
slitið. Þetta yrðu þeir að gera með þingrofi og nyjum kosniggum,
eða þá að leggja spurningu um þetta mál út af fyrir sig undir
almenna atkvæðagreiðslu. Reyndist þá svo, að það væri almenn-
ingsvilji í Noregi að slíta skyldi sambandinu, þá kveðst nefndin
leggja til, að Svíar gefi eftir skilnaðinn, en þó með vissum skil
yrðum : 1. að engar víggirðingar né virki megi gera á landamærum
Noregs og Svíþjóðar sunnan til, hvorugu megin, en þau sem þegar
eru þar skuli rifin niður; 2. að Svíar haldi öllum rétti óskertum,
er þeir hafi tengið með samningum við útlend ríki, en séu 'ausir
allra skuldbindinga í þeim fyrir Noregs hönd; 3. að engir óvenju-
legir skattar skuli lagðir á vörnflutninga milli landanna; 4. að
engar tálmanir séu lagðar fyrir notkun vatnsvega frá öðru landinu
í hitt. Þessar tillögur voru samþyktar á þinginu í einu hljóði.
Bæði þing og stjórn Norðmanna félst strax á, að almetin at-
kvæðagreiðsla skyldi fram fara í Noregi urn málið. Var hún ákveðin