Skírnir - 01.08.1905, Qupperneq 82
Ritdómar.
Landnáma og Egilssaga af Björn Magnússon Olsen. Kaupmanna-
höfn 1904.
Svo nefnist ritgjörð, er prentuð hefir verið í Arbókum hins
norræna fornfræðafélags. Hún skiftist í tvo aðalþætti, þótt ekki
sé getið nema annars í titlinum. Auk þess sem höf. vill sjna
samband og afstöðu Egilssögu við Landnámu og afstöðu handrit-
anna hvers við annað af Landnámu, reynir hann og í lóngum kafla
að sanna, hver hafi samið Egilssögu, og telur hann allar líkur til
þess, að það muni ekki vera neinn annar en Snorri Sturluson.
Þessi skoðun höf. var orðin hljóðbær nokkuru áður en ritgjörð þessi
var prentuð, Hún er vel sarniu og skipulega samsett, og líklega
svo röksemdamikil sem hægt er, þegar um önnur eins efni er að
tefla sem hér. Það getur ekki komið til mála að kryfja þessa rit-
gjörð og ræða hana; til þess þyrfti tífalt meira rúm, en hér getur
komið til greina.
Hvað aðalþáttinn um Landnámu og Eglu snertir, þá er það
skoðun höf. í stuttu máli, að af þeim 3 handritum Landnámu sé
aðeins eitt, hin svokallaða Melabók, sem hafi geymt hinn upphaf-
lega Landnámutexta um landnám Skallagríms, en hin tvö, Hauks-
bók og Sturlubók, hafi tekið sinn texta úr Egilssögu. Þetta er ég
alveg samdóma höf. um, enda hafði ég sett þá sömu skoðun fram
í formála Landnámuútgáfunnar 1900. Höf. vill um leið sýna, að
í Hauksb. og Stb. — sem sjálfsagt hafa hér verið eins — er kafl-
anum um Skallagrím (úr Eglu) stungið inn á röngum stað (of-
snemma), enda hafi fleiru verið skotið inn úr Eglu. Mér er næst
að halda, að höf. hafi rétt fyrir sér í aðalatriðinu, þó að ég hafi
ýmislegt að athuga við röksemdafærslu hans, hvað einstök atriði
snertir, og heldur finst mér hann halda Melabók nokkuð freklega
fram; höf. hefur áður látið þá skoðun í ljósi, að Melabók ein hafi
hina upphaflegu skipun Landnámutextans yfir höfuð; og hefur hann