Skírnir - 01.08.1905, Síða 83
Kitdómar,
275
tekið ástfóstri við þá skoðun og hættir þess vegna við að hampa
henni um of. Eftir minni skoðun er skipun hinna handritanna
fult eins eðlileg og skiljanleg. En þetta er alt of langt og flókið
mál til þess að það verði rætt hér.
Aðalmunurinn á Melabók og hinum handritunum (eða Sturlu-
bók, því hér er skella í Hauksb., en hún hefir eflaust verið eins
og Stb.) er sá, að eftir Sturlub. er landnám Skal'agríms talið miklu
víðáttumeira en í Melabók, og eins og í Egilssögu. Orsökin til þessa
á að vera sú, að á síðari tímum hafi arfsögnin smámsaman fært
landnámið út og séð það gegnum stækkunargler, og hafi þar valdið
miklu um ættargöfgi og ættaróskir; það hafði mikla þ/ðingu, jafn-
vel pólitíska þ/ðingu, fyrir ættina (Myramenn) að gera sem mest
úr landnámi forföður hennar. Nú er það víst, að Snoiri Sturluson
réð næstum þeim landshluta, sem sagan lætur landnám Skallagríms
ná yfir, og því sé ekkert líklegra, en að einmitt Snorri hafi ritað
Egilssögu, enda hafði það pólitiska þyðingu fyrir hann að gera
landnámið sem stærst, hvort sem það samt sem áður er hann sjálfur
eða arfsögnin, sem hefur fært mörkin út. En það var þyðingar-
mikið fyrir Snorra, að ættfaðir hans hefði átt sem mest. Hverfur
svo höf. að því að reyna að s/na með frekari rökum, að Snorri sé
höf. sögunnar. Eins og höf. getur hefur sú hugsun líka vaknað
hjá mér; það var þegar ég árin 1886—87 var að eiga við útgáfu
sögunnar. Eg hugsaði þá allmikið um málið, en ég hvarf frá þess-
ari hugsun; mig vantaði nægar eða nógu sterkar sannanir fyrir
henni, sem fullnægðu mér. I rauninni hefði mér því þótt vænt
um, ef öðrum hefði lánast það, sem mér þá var hugleikið. En
yfir höfuð að tala er ég á móti því, að gerðar séu tilraunir til
þess að feðra rit eða kvæði, sem gauga ekki undir neinu höfundar-
nafni; það er altof hæpið, þó að nokkrar líkur megi stundum færa
saman; en það er oftast eða ætíð löng leið eftir til fullrar vissu.
Því miður get eg ekki sagt, að rök höf. fullnægi kröfum mínum í
þessu efni.
Höf. leggur þá aðaláherzluna á alkunna staði í Heimskringlu
Snorra, sem líkjast mjög stöðum í Eglu, í frásógninni um Harald
hárfagra, og eru stundum orðrétt eins. Höf. vísar til ritgjörðar
Gjessitigs, er rækilegast hafi raunsakað málið. Eg hafði gert sömu
rannsóknir og samanburð áður en sú ritgiörð kom út, en af þvi að
ég var (og er) að mestu herini samþykkur, gat ég þá (í formála
Eglu) látið mér nægja að vísa til hennar. Gjessing áleit, að sam-
hljóðan Eglu og Hkr. kæmi til af því, að sama frumheimildarritið
18*