Skírnir - 01.04.1907, Blaðsíða 61
Darwinskenning og framþróunarkenning.
Umræður á fundi Hins franska heimspekisfélags 6. apríl 1905.
GIARD. — Allir líffræðingar hafa ura langa hríð
viðurkent, að sitt væri hvað framþróunarkenmng og
Darwinskenning. Aðaleinkenni Darwinskenningarinnar er
sú allsherjar rannsóknaraðferð sem Darwin beitti. Hann
fór að eins og þjóðmegunarfræðingar og hagfræðingar —
og eins og eðlisfræðingarnir, sem upptökin áttu að kenn-
ingunni um þenslu lofttegunda, og létu sig engu skifta
samband eins frumvægis við annað.
Darwin leiddi hjá sér orsakir tegundabreytinganna,
og gott var það fyrir framgang vísindanna, því að á fyrra
helmingi 19. aldar voru engin tök á að kveða skýrt á um
frumatriði framþróunarinnar, og veitir oss enn þá fullörð-
ugt að fara að skýra hversu þeim er farið. Sumir læri-
sveinar Darwins hafa ýkt kenningu meistarans og fært
kenningu hans um náttúruvalið í öfgar út. Keppinautar
kans, Wallace og Weissmann, hafa steytt á sömu stein-
um. Engu að síður er það trú mín, að náttúruvalið megi
sín mikils.
Vitaskuld má efast um alt, einkurn í heimspekilegum
-efnum, en hin almennu atriði, sem kenning Darwins styðst
við, virðast mér óyggjandi: 1) Lifandi verur breytast,
livort heldur ein og ein eða í stærrDeða minni hópum,
hvað sem þeim breytingum annars veldur; 2) breytingar
þessar geta verið hagkvæmar eða óhagkvæmar, eftir því
hver lífsskilyrðin eru; 3) þær verur sem hagkvæmum
breytingum taka, standa betur að vígi í lífsbaráttunni.