Skírnir - 01.04.1907, Blaðsíða 76
BarnsmæDur.
Því hefir jafnan verið haldið fram, að glæpir værn
tiltölulega fátíðir á íslandi, t'átíðari en í öðrum löndum.
Má vera að svo sé. Að minsta kosti er það áreiðanlegt
að glæpakonur eru fáar á Fróni. En því sorglegra er
að sjá, að jafn voðalegur glæpur og barnsmorð skuli þó
geta komið fyrir. Móðirin fyrirfer nýfæddu barni sínu,
barninu, sem henni sarokvæmt eðli allra kvenlegra vera
ætti að þykja vænna. um en alt annað, og sízt vilja sjá af.
Glæpur þessi er svo gagnstæður mannlegu eðli, að
orsakirnar til hans hljóta aðallega að vera utan að kom-
andi. Það eru hreinustu undantekningar, ef aðrar konur
en ógiftar fremja barnsmorð, og reynsla ýmsra landa virðist
hafa leitt í ljós, að tala barnsmorða er að mestu komin
undir kjörum þeim er þjóðfélagið -— löggjöfin og almenn-
ingsálitið — bjóða ógiftum mæðrum og börnum þeirra.
Barnsmorð eru að vísu ekki daglegt brauð á Islandi,
en þó líður engin öld svo, að ekkert morð komi fyrir.
Lögin. um óskilgetin börn eru nauðalík hér í Damnörku
og á Islandi, og afleiðingar þeirra laga hér hafa orðið þær,
að nú líður vart nokkur vika svo að ekki sé sama rauna-
sagan í blöðunum: Barnslík finst. Það er tiutt á lög-
reglustöðina. Lögreglan sigar sporhundum sínum á xnóð-
urina — heitir alloft verðlaunum, hvei’jum þeim er geti
fundið hana — og móðirin finst að jafnaði. Hún er dæmd
í þriggja ára betrunarhússvinnu. Svo miklu vægari ei’
hegningin nú en á 18. öldinni Þá var barnsmorð dauða-
sök bæði hér og á Islandi. Voi’ið 1705 dæmdi t. d. Páll
lögm. Vídalin Sigríði- nokki’a Vigfúsdóttur í Þingeyjar-