Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 22

Skírnir - 01.12.1907, Side 22
310 Stephan Gr. Stephansson. Þá er þessi lýsing af góðum toga spunnin: Við sólar-tis loksins komst lest vor af stað; um lægð út úr dalnum hún skreið; sem ranghali i víðari veraldir út mér virtist sú hlykkjótta leið. En smámsaman víkkaði, von bráðar reis upp vestrið með fjallgarðinn sinn. En austrið stóð opið, sem hurðarlaust hlið, í himin og víðlendið inn. En til hvers er eg að fjölyrða um skáldskap Steph- ansV Eg kemst þar aldrei nema. fáar spannir af la.ngri leið. Þorrinn allur af kvæðum hans er enn þá ónefndur og ósnertur í þessum orðum. Eg hefi að eins gripið niðri í gull-landi skáldkonungsins vtistræna. Eg hefi einkum drepið niðri fingrum mínum í þau kvæði hans, sem ókunn- ust eru almenningi hérna megin hafsins; en kvæði hans í öldinni og »A ferð og flugi« — þau læt ég mæla með sér sjálf, af því að þau eru til á fleiri stöðum. VII. »Reyndu að safna þér sannfæi'ingu, og sannfæring’ þá skaltu ei’ muldra ’on í bringu«. Þessi er ein lífsregla skáldsins vestur við Klettafjöll- in. Hún er í samræmi við kröfuna: að vera í lífinu sjálf- um sér trúr. En honum svíður það sárt, hve margir gera sannfær- ingu sína að verzlunarvöru. Vísan sem hér fer á eftir er um þess háttar mann. »Hans sannfæring varð »auktíóns-góss« og ábatans, eg ann og ánægjunnar h o n u m, — já það er gamla sagan! Og þráfalt misti hann Drengskapur þrefalt betri mann, og það kvað liggja vegur til hjartans — gegnum magann«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.