Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 27

Skírnir - 01.12.1907, Side 27
Jónas Hallgrimsson. (Ræða flutt á „Jónasarhátíð“ Islendinga i Khöfn 16. nóv. 1907). í dag eru talin 100 ár frá fæðingu Jónasar Hall- grímssonar. I dag er afhjúpuð myndastytta hans í Reykja- vík — fvrsta myndastyttan sem íslenzka þjóðin reisir nokkr- um syni sínum. Enginn mun neita því, að margir ágætir Islendingar liggja óbættir hjá garði þjóðar vorrar, margir sem vert væri að minnast, margir sem biða síns bautasteins, þegar þjóðin vaknar enn betur og minnist þess sem hún hefir átt. En mynd Jónasar hefir orðið á undan öllum öðrum. Þjóðin hefir fyrst látið sér ant um að reisa óskaskáldi sínu minnisvarðann. Jónas Hallgrímsson er orðinn dýrð- lingur og átrúnaðargoð þjóðar sinnar, orð hans eru talin helgari en annara skálda, og því verður það stundum, að jafnvel römmustu bindindismenn syngja: »Látum því vinir vínið andann hressa«, með engu minni fjálgleik en rétttrúaðir brennivínsmenn. Hvernig stendur nú á þessari ástsæld Jónasar? Eg held hún komi af þvi, að hann er svo líkur þeim hinna fornu guða sem ástsælastur var og yndislegastur. Jónas Hallgrímsson er Baldur hinn góði meðal íslenzkra skálda. Flestir munu kannast við lýsingu Snorra: »Annarr sonr Oðins er Baldr, ok er frá honum gott at segja; hanu er beztr ok hann lofa allir; hann er svá fagr álitum ok bjartr, at lýsir af honum, ok eitt gras er svá hvítt, at jaínat er til Baldrs brár; þat er allra grasa hvítast, ok þar eptir mátt þú marka fegrð lians, bæði á

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.