Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 44

Skírnir - 01.12.1907, Page 44
332 Völuspá. lýsir í þeim hinum illu vistarverum þeirra, sem hafa framið glæpi, er verstir máttu vera í almennu félagslífl' er það óbeinlínis lýsing á hinurn verstu siðspillingartím- um á æflferli mannkynsins og undanfari ragnarökrs. Alt það sem völvan talar hér um heyrir til »núlegum tíma« og framtíðinni. — Um Mðhögg skal talað síðar. Eftir að völvan hefir með þessu móti talað um ástand- ið eftir dauða Baldurs, siðspillinguna og refsingar þær, er af henni hljótast, hverfur hún aftur að því sem er að- alefnið, baráttunni milli goða og jötna. Hún skýrir frá upp- runa þeirrar ófreskju, úlfsins, sem átti að gleypa sólina að lyktum; úr því að smiðurinn náði henni ekki, varð að hafa önnur ráð; gömul gýgur elur hann og fleiri aðra úlfa (39. v.); úlfurinn, Skoll (Girimn. 40; sbr. refsheitið' skolli) liflr á blóði dauðra manna, eins og aðrir úlfar;. hann ælir blóðinu og dreifir því um bústaði goðanna (r ý ð r r a g n a s j ö t), og er það ills viti; sólmyrkvar verða og stirð veður, og táknar það alt hið sama, að' voði er á ferðum og hinir siðustu tímar í nánd — hér kcmur enn steforðið mjög hæfllega —. Ragna sjöt skyldi maður helzt halda að væri himininn og væri þá átt við' kynjaroða á loftinu, sem oft kemur fyrir og mönnum stendur ætíð stuggur af. Höf. spárinnar hefir þá ekki gætt þess, að eftir frásögn hans er bústaður guðanna á jörðu (Miðgarði), en á hans tímum var það orðið alment að láta guðina búa á himni, og heflr hann líklega tekið kenningu sína (ragna sjöt) frá þeirri trú, án þess að finna mótsögnina, sem fylgir henni. Enn nær fyrirboðum ragnarökrs kemst völvan í næstu vísum (41.—43. v.). Hún nefnir hinn glaða Eggþé (eiginl. = sverðs-þjónn, þ. e. herskár maðr), sem slær hörpu. 1 þessu felst gleði sú, sem býr hjá jötnum alment (gýgrin, sem hann er hirðir hjá, er eflaust sú sama, sem átt er við í 39. v.; sjálf hét hún, eítir því sem Snorri segir, Angrboða, og er nafnið fullskýrt); jötnar eru kátir og þykjast sjá fyrir eyðilegging fjandmanna sinna. Svo er talað um 3 hana, sinn í hverju ríki, hjá jötnum, ásum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.