Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 45

Skírnir - 01.12.1907, Side 45
Völuspá. 333 og í Hel. Þeir boða ófriðinn, vekja menn, vara við; sbr. Dagr es upp kominn, dynja hana fjaðrar, mál es vílmög- um at vinna erfiði (Bjarkamál). Hanarnir 2 hafa nöfn, sá hjá jötnum heitir Fjalarr og þýðir það nafn eflaust »mart vitandi«, og hefir þá nafnið mjög hæfilega merking eftir sambandinu. Hani Heljar á sér ekkert nafn hér, en er lýst, nefndur sótrauður; alt er dökt og dimt þar. Enn ber þess að gæta, að þótt völvan segi s a t og g ó 1, þá er það ekki svo að skilja, sem þar sé átt við o r ð i n n hlut, heldur framtíðaratburð, og eru þessar þátiðir, þátíð- ir í framtíð, miðaðar við það sem rétt fer á eftir hana- galinu;(sbr. geyr, nútíð með framtíðarmerking, 43. v.). 43. v. er annað stefið og er það haft hér á alveg hæfilegum stað í fvrsta sinn. G-armr er eftir kenning Snorra (sbr. Baldrs drauma) hundur sá, sem bundinn er við innganginn i riki Heljar (gnípahelli). Hvað átt sé við með orðinu f r e k i í 4. v. getur verið vafasamt. Næst liggur að halda, að það sé sjálfur hundurinn, þótt freki merki annars úlfur, en í raun og veru er freki ekkert annað eftir merkingu sinni en »gráðugt dýr« — og Snorri kallar Garm »hið mesta forað«; sbr. og að í Fjöl- svinnsmálum eru G-ífr og Geri nefndir hundar og er þó Geri annars úlfsheiti. Ef freki er hér = úlfur, þá er átt við Fenrisúlf, sem nú losni úr Gleipni og renni á stað, en það kemur í bága við 46. v. Þá lýsir völvan svo að segja hinum síðustu og lang- verstu tímum, sem eru hinn næsti undanfari tortíming- arinnar. Siðspillingin kemst á hið hæsta stig á jörðunni; hinum helgustu vensla- og sifjaböndum er ekki hlíft; hjónabandið einskis virt; það er hart í heimi — og í stuttu máli, segirvölvan, »mun engi maðr öðrum þyrma«. Eins og alt er í uppnámi í mannfélaginu sjálfu, eins ■er ástatt í náttúrunni; alt er fult af óróa (svo skilja menn orðin 1 e i k a m í m s s y n i r, en þau orð eru þó myrk og verða ef til vill aldrei skilin til fulls). Nú er hornið aft- ur á lofti, þ. e. Gjallarhorn hefur nú verið tekið aftur úr þeim stað, þar sem það var falið endur fyrir löngu. »Á

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.