Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 50

Skírnir - 01.12.1907, Side 50
338 Völuspá. hér er komið sögunni. 62. v. er að mörgu myrkt; Hænir »kýs hlautvið« ■— það merkir, að hann standi nú fyrir blótum og spám — aftur endurnýjung liins fyrra lifs efa- laust —; »hlaut« er blóð fórnardýra og »hlautviðr« er víst s. s. blótspónn, er kallað var að væri feldur, þegar hann var notaður til spáleitanar; en »kjósa hlautvið« er »að velja meðal tveggja eða fieiri hluta eða úrkosta með blótspónum* — hvernig það var gert, vitum vér ekki um. Eftir sumum — en yngri — heimildum var Hænir »heimskastur ása«; móti þessu striðir það, sem hann er látinn gera hér, og eins hitt sem stendur i 17. (innskots)- visunni, að hann haíi geíið mönnum »óð«, þ. e. skynsemi og vit. Hverjir bræðrasynir Oðins (Tveggja) séu, er alls óvíst og þótt lesið sé »tveggja« (af »tveir«), bætir það ekki um. Hér kemur aftur fyrra steflð, og má vera að það eigi líka að benda á samræmi og samhengi viðburð- anna, fornra og nýrra. Völvan hefir ekki nefnt-hina nýju kynslóð mauna; það gerir hún nú í 63. v. Hún nefnir »dyggvar«, þ. e. hreinar og óflekkaðar, »dróttir«; hér er aftur mótsetning við hina fyrri kynslóð, sem óbeinlínis var lýst í 34.—38- og 44. v., og þessar dróttir njóta »yndis«, friðar og unað- ar um alla eilífð, og búa i sal á Gimlé; það er ekki sal- urinn, heldur landið, sem heitir svo. Þýðing þessa nafns hefir þótt vaíasöm; Mullenhoff þýddi það svo sem »gim- steinaþak«, en þ a k á ekki við, þar sem ekki er um hús að ræða. Gimlé þýði eg sem »gimhlé« af gimr = eldur (sbr. nafnaþulurnar) og hlé = skjól; staðarnafnið bendir aftur til hins fyrra atburðar, er jörðin eða bústaður manna fórst af eldi; þessi staður er eld-traustur, þar er skjól fyrir öllum eldi, ekki hætt við, að hinn nýi bústað- ur brenni. I nafninu felst því mótsetning við hið t'yrra ástand. [64. v. — hálf vísa — finst ekki nema í öðru hand- ritinu og því yngra og er eflaust innskot. Eftir öllu því, sem er undan farið getur ekki verið að ræða um neinn,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.