Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 70

Skírnir - 01.12.1907, Page 70
358 Agrip af sögu kvenréttindahreyfingarinnar. Baráttuaðferð kvenna. Ahuga kvenna á að berjast fyrir réttindum sín- um og hinar miklu breytingar til batnaðar, er hver- vetna hafa orðið á hugsunarhætti þjóðanna í þessu efni á síðustu árum, má telja bein áhrif af baráttu amerískra kvenna fyrir þessu máli. Arið 1902 boðaði Susan B. Anthony til allsherjarkvenfundar í Washington um þetta mál, og skoraði á öll ríki í Norðurálfunni, Ástraliu og Ameriku að taka þátt í honum. 6 lönd sendu fulltrúa. Þá var stofnað allsherjar-sambandsfélag af kjörréttarfélögum þessara landa, með það markmið fyrir augum að vinna e i n g ö n g u að því, að útvega konurn fult stjórnarfarslegt jafnrétti við karlmenn, sem fyrsta skilyrði og grundvöll undir öilum borgaralegum og laga- legum réttindum þeirra. Sambandsþing skyldi halda ann- að hvert ár, og átti það helzt að haldast þar, sem mest þörf væri í hvert sinn á að vekja áhuga kvenna. Hvert landsfélag átti að starfa eingöngu að þessu máli. Síðan hafa konur hvervetna sömu aðferðina, að ferðast um, halda fyrirlestra um þessi mál, og að því búnu að fá við- staddar konur til að ganga í félagsdeildir, sem sameinast allar i einu landsfélagi. Auk þess hefir verið barist ör- ugglega fyrir málinu í hverju landi, bæði í ræðum og ritum, með fundarhöldum og fortölum. Á sambandsþing- unum hefir hvert sambandsland gefið skýrslur um ástand- ið og störfin þar. Á þann hátt hefir hvert félag lært af öðru. Á síðasta stórþinginu var komið á. fót blaði fyrir allsherjarfélagið, er gefur út mánaðarlega skýrslur um framfarir og horfur þessa máls i hverju landi. Nú eru hin félögin að taka það eftir. Bæði amerisku og ensku •og dönsku kjörréttarfélögin hafa komið á stofn sérstökum blöðum fyrir sig. Mikfl áherzla er lögð á að fá dagblöð- in í lið með sér. Meginreglan er þessi: Hlutleysi í flokksmálum, meðan engin réttindi eru fengin. Þeim ein- um flokkum skal lið veita við kosningar, sem tryggja konum fylgi sitt aftur á móti. Þetta hefir borið góðan

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.