Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 85

Skírnir - 01.12.1907, Side 85
Ritdómur. ISLANDSK RENÆSSANCE. I Hundredaaret for Jónas Hallgrimssons Föd- sel. Et Stykke Litteraturhistorie. Af Olaf Hansen. Köbenhavn. V. Pios Boghandel 1907. Þetta er góð bók. Hver sem byrjar á henui les hana til enda, því hún er auðlesin, skemtileg og hl/r yfir henni blærinn. Höf. hefir komið miklum fróðleik fyrir í stuttu máli, í ljósum og léttum dráttum. Upphaflega hafði hann að eins ætlað sór að rita stutta æfisögu Jónasar Hallgrímssonar í sambandi við úrval af kvæðum hans í danskri þ/ðingu. En efnið laðar hann inn á víð- tækara svið. Þegar hann fer að skrifa um Jónas, skilst honum fljótt að skáidið verður að skoðast í sambandi við sögu þjóðar sinnar, að líta verður á ástand Islands fyrir og um daga Jónasar og sjá upp úr hvaða jarðvegi þær hugsjónir spruttu sem hann gaf líf og litu í kvæðum sínum. Höf. hefir því ráðist í að 1/sa þjóðarhögum íslendinga á 18. öld og í byrjun 19. aldar. Um 18. öldina styðst hann einkum við rit Jóns Jónssonar um Skúla fógeta og »Island i det 18. Aarhundrede«, eftir Magnús Stephensen. S/nir höf. í lifandi myndum örðugleikana sem þjóðin átti í höggi við: einokun, illa stjórn og óáran. Hann segir frá Skúla fógeta og frá Eggert Ólafssyni og þ/ðir nokkur erindi úr »Búnaðarbálki«. Svo kemur 19. öldin: Magnús Stephensen, bókmentasmekkurinn, rímurnar, Bjarni Thorarensen. Og loks áhrif Júlíbyltinganna á hugi manna í Danmörku. Baldvin Einarsson. Fjölnismenn. Jón Sigurðsson. Baráttan um Alþingi o. s. frv. í þessari umgerð dregur svo höf. upp mynd af Jónasi Halb grímssyni. Hann notar kvæði hans og greinar þær sem til eru eftir hann á íslenzku og dönsku, svo og bréf hans, til að leiða í ljós líf hans og skáldeðli; er það vel og lipurlega af hendi leyst. Alstaðar finnur lesandinn hið hl/ja þel höf. til efnisins. Hann

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.