Skírnir - 01.08.1914, Side 8
232
Dramnar.
andalegir og sundurlausir, sé. alt að því ókleift að muna
þá nákvæmlega, og þegar eitthvað komi fyrir, sem líkist
draumi, er mann hafi dreymt, þá komi sá draumur fram
í minninu að meira eða minna leyti breyttur, og með
þeim hætti geti virzt svo, sem drauminn hafi verið að
marka.
Þann veg hafa þeir menn á draumana litið, sem mest
áhrif hafa haft á hugsunarháttinn. Og af sama toga hefir
það verið spunnið, sem merkur og gáfaður íslenzkur vís-
indamaður hefir lagt til umræðna, sem orðið hafa hér á
landi um nokkura drauma í fornsögunum okkar. En eg
hefi valið mér þetta umtalsefni nú til þess að benda ykk-
ur á, að á síðari árum hafa farið fram rannsóknir á
draumum með vísindalegri nákvæmni, og að þær rann-
sóknir hljóta að breyta til muna skilningnum á þessari
hlið á sálarlífi mannanna. Það er Sálarrannsóknafélagið
brezka, (Society of Psychical Research), sem staðið hefir
fyrir þeim rannsóknum. Og þeirra er gerð ágæt grein í
hinni heimsfrægu bók eftir F. W. H. Myers um Persónu-
leik mannsins. Höf. flokkar þar merkisdraumana af hinni
mestu skarpskygni. Og eftir hans flokkaskipun fer eg með
það, sem mig langar nú til að segja ykkur. Því miður get eg
svo undur lítið sagt ykkur af því, sem hann segir. Hann
segir 50 drauma, sem allir eru nokkuð sinn með hverju
móti, sýna einhverja sérstaka hlið á draumalífinu. Eg get
ekki sagt nema örfáa. En þá fáu drauma, sem eg ætla að
segja yktmr, tek eg alla úr bók hans. Eg verð að sleppa
sönnununum, sem færðar eru að því, að sögurnar séu
sannar, verð að láta mér nægja að benda ykkur á, að
engin saga hefir verið verið tekin í það safn nema eftir
nákvæma rannsókn á því, hvort hún sé sönn — og ann-
ars að vísa til bókarinnar sjálfrar, sem nú má fá að minsta
kosti á þrem tungum, ensku, frönsku og dönsku.
Myers byrjar á því að benda mönnnum á, að eftir
þær raunsóknir, sem fram hafa farið, sé eitt tafarlaust
bersýnilegt: að við getum ekki talað um svefninn — eins
og hingað til heflr verið um hann talað — eingöngu frá