Skírnir - 01.08.1914, Page 17
Draumar.
241
tilfinning-a-flutningur. Eg skal segja ykkur eina. mjög
■einfalda, sögu til skýringar.
Merkur enskur prestur, Warburton að nafni, segir
hana. Hann fer til Oxford að heimsækja bróður sinn,
sem var lögmaður. Bróðir hans á von á honum. Og
þegar presturinn kemur inn í stofur hans, sér hann miða
á borðinu. Lögmaðurinn biður þar afsökunar á þvi, að
hann sé ekki heima, og komi ekki heim fyr en einhvern
tíma eftir kl. 1, því að hann hafi farið á dansleik. Þetta
er um kvöldið. En prestur fer ekki að hátta, heldur sezt
i hægindastól og sofnar þar. Hann hrekkur upp kl. 1
við það, að hann hefir þózt sjá bróður sinn koma út úr
samkvæmissal, fram á bjartan stigagang, detta í efstu
tröppunni á stiganum, hrapa áfram og bjargast við það,
að hann kemur fyrir sig höndunum og olnbogunum. Hon-
ium þykir einskis vert um þetta og sofnar aftur. Eftir
•hálfa klukkustund kemur bróðir hans inn, og segist aldrei
hafa verið í annari eins hættu við að hálsbrotna eins og
nú. Þegar hann hafi komið út úr danssalnum, hafi hann
rasað og hrapað ofan allan stigann.
Er nú þetta fjarsýni eða hugsanafiutningur? Hefir
presturinn í raun og veru séð atburðinn í draumnum ?
Eða hefir hann fengið hugmyndina um hann inn í hug-
ann frá hugsun bróður síns, þegar hann hrapar? Enginn
getur vitað það, með þeirri þekkingu, sem menn hafa enn
fengið á slíkum efnum. Hitt eitt vita menn, að hann
dreymir atburðinn, á því augnabliki, sem hann er að ger-
ast, að því er virðist, og alveg eins og hann gerist. Eða
er einhver andlegur leyniþráður milli bræðranna. Hefir
maðurinn, sem hrapaði, kipt í þennan þráð með geðshrær-
ingunni, og eins og rykt bróður sínum til sín, svo að hans
andlegi hluti hafi í raun og veru komið á staðinn um leið
og atburðurinn gerðist? Svai’ið verður, eins og svo oft
endranær í þessum efnum: Við vitum það ekki.
En ekki er það nein ný kenning, að andar sofandi
manna séu á ferðinni í draumum. Því hefir verið trúað á
bllum öldum. »A steinöldinni«, segir Myers, »hefði ekki
16