Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 18

Skírnir - 01.08.1914, Page 18
242 Draumar. verið hættulaust að dirfast að mótmæla því. Og þó að eg- kannist við það, að þessi »steinaldar-sálarfræði« sé ekki í samræmi við tízkuna fáeinar síðustu aldirnar, þá held eg ekki (eftir þeim fjarskynjunar-sönnunum, sem safnað hefir verið) að við getum vísað á bug, sem afkáralegu drauma- rugli, þessari hugsun, sem alt af kemur aftur og aftur, að menn komi á fjarlægar stöðvar í svefni — og fái þar vitneskju um staðreyndir, sem menn geta ekki komist að öðruvísi«. — Að minsta kosti virðast tveir draumar, sem eg ætla uú að segja ykkur, benda í þá áttina. Maður er á ferð um nótt á Englandi í járnbrautar- lest. Um morguninn á hann að koma á stöðina, þar sem hann á heima. Hann er einn í klefa, biður lestarþjón að vekja sig á járnbrautarstöð sinni, leggur sig út af og sofn- ar fast. Þegar þjónninn kemur að vekja hann, er hann að dreyma, að það sé morgun, að hann sé kominn heim til sín, í svefnherbergi sitt, að hann sé að klæða sig, að hann fari fram að stigagatinu, að hann kalli tvisvar á vinnukonuna með nafni, og biðji hana að koma með heitt vatn. Þegar hann kemur heim til sín, er honum sagt, að einmitt á þeirri stund, sem hann var að dreyma þennan draum, hafi vinnukonan heyrt kallað á sig ofan af loft- inu, hafi greinilega heyrt kallað á sig t v i s v a r. Hún heldur, að það sé húsbóndinn, sem er að kalla á hana, man ekki í svipinn eftir því, að hann er ekki heima, hættir við það, sem hún er að gera og þýtur upp á loft. En hún kemur ofan náföl, og er ilt af hræðslu; því að enginn hefir verið uppi. Hinn drauminn dreymdi enskan prest, sem hét Newn- ham, og er nafnkendur fyrir mjög merkar rannsóknir á hugsanaflutningi. Hann er þá við háskólanám og er trú- lofaður stúlku, sem siðar varð konan hans. Eitt kvöld fleygir hann sér út af í fötunum um kl. 9 með óþolandi höfuðverk og sofnar. Hann dreymir þá, að hann sé stadd- ur hjá fjölskyldu unnustu sinnar, sé inni í stofu hjá tengda- foreldrum sínum tilvonandi, en að unnusta hans sé farin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.