Skírnir - 01.08.1914, Page 18
242
Draumar.
verið hættulaust að dirfast að mótmæla því. Og þó að eg-
kannist við það, að þessi »steinaldar-sálarfræði« sé ekki í
samræmi við tízkuna fáeinar síðustu aldirnar, þá held eg
ekki (eftir þeim fjarskynjunar-sönnunum, sem safnað hefir
verið) að við getum vísað á bug, sem afkáralegu drauma-
rugli, þessari hugsun, sem alt af kemur aftur og aftur, að
menn komi á fjarlægar stöðvar í svefni — og fái þar
vitneskju um staðreyndir, sem menn geta ekki komist að
öðruvísi«. — Að minsta kosti virðast tveir draumar, sem
eg ætla uú að segja ykkur, benda í þá áttina.
Maður er á ferð um nótt á Englandi í járnbrautar-
lest. Um morguninn á hann að koma á stöðina, þar sem
hann á heima. Hann er einn í klefa, biður lestarþjón að
vekja sig á járnbrautarstöð sinni, leggur sig út af og sofn-
ar fast. Þegar þjónninn kemur að vekja hann, er hann
að dreyma, að það sé morgun, að hann sé kominn heim
til sín, í svefnherbergi sitt, að hann sé að klæða sig, að
hann fari fram að stigagatinu, að hann kalli tvisvar á
vinnukonuna með nafni, og biðji hana að koma með heitt
vatn.
Þegar hann kemur heim til sín, er honum sagt, að
einmitt á þeirri stund, sem hann var að dreyma þennan
draum, hafi vinnukonan heyrt kallað á sig ofan af loft-
inu, hafi greinilega heyrt kallað á sig t v i s v a r. Hún
heldur, að það sé húsbóndinn, sem er að kalla á hana,
man ekki í svipinn eftir því, að hann er ekki heima,
hættir við það, sem hún er að gera og þýtur upp á loft.
En hún kemur ofan náföl, og er ilt af hræðslu; því að
enginn hefir verið uppi.
Hinn drauminn dreymdi enskan prest, sem hét Newn-
ham, og er nafnkendur fyrir mjög merkar rannsóknir á
hugsanaflutningi. Hann er þá við háskólanám og er trú-
lofaður stúlku, sem siðar varð konan hans. Eitt kvöld
fleygir hann sér út af í fötunum um kl. 9 með óþolandi
höfuðverk og sofnar. Hann dreymir þá, að hann sé stadd-
ur hjá fjölskyldu unnustu sinnar, sé inni í stofu hjá tengda-
foreldrum sínum tilvonandi, en að unnusta hans sé farin.