Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 19
Draumar.
243
upp á loft, að hann heldur. Svo býður hann foreldrunr
hennar góða nótt, og ætlar upp á loft til þess að hátta.
En þegar hann keraur fram í forstofuna, verður hann þess
var, að unnustunni hefir dvalist niðri, og að hún er ekki
komin lengra en ofarlega í stigann. Hann þýtur þá upp
stigann, nær henni á efsta þrepinu og tekur báðum hand-
leggjunum utan um mittið á henni. Nú vaknar hann, og
klukkan í húsinu sló 10 rétt á eftir. Draumurinn var svo
lifandi í huga hans, að hann skrifaði unnustu sinni hann
nákvæmlega morguninn eftir.
En unnustan skrifar líka honum um morguninn, áður
en hún fær hans bréf, og segir í bréfinu: »Varstu nokk-
uð að hugsa óvenjulega mikið um mig í gærkveldi rétt
um kl. 10? Eg spyr að því vegna þess, að þegar eg var
á leiðinni upp á loft til að hátta, heyrði eg greinilega
fótatak þitt í stiganum, og fann, að þú tókst með báðum
handleggjunum utan um mittið á mér«.
Með þeim hugsunarhætti, sem flestum nútiðarmönnum
hefir verið innrættur, er það óneitanlega nokkuð kyniegt
að hugsa sér, að menn skynji það í draumi, sem er að
gerast í fjarlægð. Enn kynlegra er þó að hugsa sér, að
menn geti skynjað það í drauini, sem h e f i r gerst, og
maður veit ekkert um. Til þess að skýra það fyrirbrigði,
er venjulega gripið til hugsanaflutningsins. Menn hugsa
sér, að vitneskjan um hinn liðna atburð komist inn í
drauminn úr huga einhvers annars manns. En þaðan af
kynlegra er að hugsa sér, að menn geti orðið varir í
draumum við þá atburði, sem g e r s t h a f a, og enginn
lifandi maður veit að hafa gerst. Hvaðan kemur þá vit-
neskjan? Sálarrannsóknarfélagið hefir skrásett og rann-
sakað fjölda af sögum í þá átt. Eg skal segja ykkur
ágrip af einum af þeim draumum.
Kona nokkur, frú Storie að nafni, í Hobart Town í
Ástralíu, fer að hátta að kvöldi hins 18. júlí 1874, og kann
eitthvað illa við sig. Henni fanst eins og einhver væri í
herberginu, sem hún gat ekki séð, og þegar hún er að
fara upp í rúmið, fanst henni einhver vera m eð hugs-
16*