Skírnir - 01.08.1914, Qupperneq 20
244
Draumar.
u n að varna sér þess. Kl. 2 vaknar hún eftir draum,
sem var eins og einlægar lausasýnir. Fyrst sér hún
bregða fyrir ljósi, og í því Ijósi sér hún járnbraut og eim-
reið á ferðinni. Hún hugsar með sér: »Hvað er þarna
að gerast? Er þetta eitthvert ferðalag? Ætli einhver af
okkar fólki sé að ferðast þarna og mig sé að dreyma það?
Þá svarar einhver, sem hún sér ekki: Nei; það er
nokkuð alt annað — nokkuð öðruvísi en það á að vera«.
»Mér fellur illa að horfa á þetta«, sagði konan þá í svefn-
inum. Þá sér hún fvrir aftan og ofan höfuðið á sér efri
partinn af líkama Vilhjálms bróður síns hallast aftur á
bak; augun og munnurinn eru hálfiokuð; bringan belgist
út, eins og hann hafi krampa, og hann lyftir upp hægra
handleggnum. Þá beygir Vilhjálmur sig áfram og segir:
»Eg ætti víst að komast út úr þessu«. Næst sér hún hann
liggja, með lokuðum augum, flatan á jörðinni. Eimreiðar-
strompur var við höfuðið á honum. Hún kallar upp í
geðshræringu: »Þetta rekst í hann«. Þessi einhver,
sem hún hafði áður heyrt tii, segir þá: »Já — jæja, hérna
var það«. Og í sama bili sér hún Vilhjálm sitja úti undir
beru lofti í daufu tunglsljósi utan i einhverjum hrygg.
Hann réttir upp hægri handlegginn, skelfur og segir: »Eg
kemst ekki áfram og ekki heldur aftur á bak. Nei«. Þá
þóttist hún sjá hann liggja flatan. Hún hljóðar upp yfir
sig: »0, ó!«, og henni fanst aðrir taka undir það, og segja
líka »0, ó!«. Þá þóttist hún sjá Vilhjálm rísa upp á oln-
boganum og segja: »Nú kemur það«. Næst er eins og
hann sé að berjast við að standa upp; hann snýr sér
tvisvar við snögglega og segir: »Er það lestin! iestin,
1 e s t i n«, og hægri öxlin á honum kastast til, eins og
hún hefði fengið högg að aftan. Hann hnígur aftur á
bak eins og í yfirliði; augun ranghvolfast. Einhver dökk-
ur hlutur lendir milli þeirra, eins og timburþil, og henni
finst einhvað velta um í hálfmyrkri og eins og handlegg-
ur kastist upp, og þá sendist alt á burt. Rétt hjá henni
verður þá einhver langur, dökkur hlutur á jörðinni. Hún
kallar: »Þeir hafa skilið eitthvað eftir; það er líkt