Skírnir - 01.08.1914, Page 24
248
Dramnar.
yfir honum stóð rauðskeggjaður hjúkrunarmaður. Maður-
inn stóð við baðker. Og uppi yfir baðkerinu hékk rauð-
ur lampi. Lávarðurinn dó viku eftir að hann fekk lungna-
bólguna, 14 dögum eftir að hertogafrúin hafði sagt frá
sýn sinni.
Hvernig stendur á þessari sýn og öðrum slíkum sýn-
um? Eiga forlagatrúarmennirnir á réttu að standa? Eru
allir atburðir fyrirfram ákveðnir? Festast þeir einhver-
staðar í tilverunni, ekki að eins þeir, sem gerst h a f a,
heldur líka þeir, sem e i g a að gerast, og getur manns-
andinn fengið að gægjast inn í þá myndasýningu einstöku
sinnum, þegar eitthvað slaknar á jarðnesku böndunum?
Er mannsandinn svo úr garði gerður, að hann fái séð inn
i ókomna tímann, þegar hann fær að njóta sín? Eða era
einhverjar honurít æðri verur að sýna honum út í ein-
hverja ókunna geima UJ,verunnar? Eða er tíminn sjálfur
ekki annað en blekking ófullkomins tilverustigs?
Spurningarnar þyrlast og flykkjast upp eins og fugla-
hópur, sem stygð hefir komist að. Mestu vafamál manns-
andans komast i hreyfingu i hugum vorum — við það,.
að við förum að hugsa um konu, sem dreymir jafn-ómerki-
legan draum eins og þann, að hún sjái veikan mann, sem
henni kemur annars ekkert við og er ekkert ant um, og
rauðskeggjaðan mann og baðker og rauðan lampa — af
því að sá draumur rætist viku síðar. Svo nátengt er það,
sem er lítilmótlegast, og það, sem er háleitast, það, sem er
einfaldast og hversdagslegast, og það, sem er flóknast og
dularfylst í tilverunni.
Og andspænis þessum ráðgátum standa mennirnir, —
fróðir jafnt og fávísir, vitrir jafnt ög vitgrannir, — undr-
andi og felmtraðir, og vita ekki sitt rjúkandi ráð, iíkastir
ofurlitlu sveitabarni, sem aldrei hefir séð flóknari vél en
rokkinn hennar mömmu sinnar, og kemur ofan i flæmi-
stóran skipsal, þar sem undraáhaldið hamast, það, sem knýr
hina miklu fljótandi höll yfir útsæinn. Barnið skilur ekk-
ert. Og við erum ofuriitlir, misjafnlega kotrosknir, gláp-
andi krakkar i vélarsal alheimsins.