Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1914, Side 28

Skírnir - 01.08.1914, Side 28
252 Faxi. Æ, þessu vildi hann öllu gleyma. Nú reið bara á að vera staðfastur. Já, það hafði verið slæmur dagur í gær, En hann vissi svo sem, hverju hann átti von á, þegar hann kæmi heim og vildi nú gera alt fyrir alla, hvert viðvik, sem hann væri beðinn um. Hann þekti gamla viðkvæðið: Hvað ósköp ert þú blíður og góður í dag, þú varst ekki alveg svona í gær! Og þar með var hans hreina áform vanhelgað. En hann v a r ð að bæta fyrir daginn í gær! Það var fyrsta skifti sem hann hafði slegið til móður sinnar, í reiðikasti. Alla, alla, alla æfi skyldi hann elska hana fyrir að hún sagði ekki föður hans frá því. Og það var alt að kenna þessu með nautið. Sveinn fór að hæðast að honum fyrir þennan barnaskap, rétt einu siuni — og svo börðust þeir. Sveinn var eldri, svo Ragn- ar varð að neyta allra bragða. Alt í einu rekur Sveinn upp óguriegt vein: — Bíturðu, andskotans lubbinn þinn? Þá kom móðir þeirra fram. Hún var karlmannsígildi að kröftum, hafði smáar, þrýstnar, fríðar hendur. Þessum smáu, friðu höndum greip hún nú í bringu sona sinna og gekk á milli; hún hélt sonum sínum út frá sér, sjálf þegjandi, þeim spriklandi. Þá gekk hún með þá hægt að dyrunum og hleypti Sveini út, en hélt þeim yngri eftir. Við það ætlaði hann alveg að tryllast, og í ofsanum rak hann rokna-högg á handlegginn sem hélt honum. Elsku- lega móðir, þá var refsing þín hörð: Þú tókst barnið þitt inn að brjósti þér og lézt það heyra hjarta þitt slá. Hann þoldi þjáningar. Að finna andlitið grafið inn í treyjubarm móður sinnar með þessum sérkennilega ilmi af klæðum hennar, að finna þessa konukrafta utan um sig, að vera tekinn í faðm móður sinnar jafnskjótt og hann hafði barið hana--------hann brauzt um til að kom- ast burt, en mamma hans hélt honum róleg. Á fáum sekúndum hafði hann haft höfuðið í hundrað stellingum; það var hið eina, sem hann gat' hrevft eins og hann vildi. Kölska gat ekki liðið ver í leggnum undir messunni, en honum leið nú í faðmi móður sinnar! Þessi hugsun fór i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.