Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 35
Pereatið 1850.
25»
reka hvern tíunda úr skóla, en Scheving yfirkennari settí
sig alveg móti því, en því bjuggust piltar þó hálfgert við,
eða þá að skólanum yrði hætt. Ræða rektors var beint
það, sem hleypti ólgu í blóðið, eins og Sigm. Pálsson
segir, og fyrst á Melunum tóku þeir ráð sín saman. Arn-
ljótur Olafsson hefir allajafna verið talinn upphafsmaður
pereatsins, en svo er alls eigi. I bréfi til stiftsyfirvald-
anna dags. 5. ágúst 1850, sem til er með Arnljóts eigin
hendi, segir hann svo: »Hins vegar vona eg að það sé
nú nægilega kunnugt og að stiftsyfirvöldin séu sannfærð
um, að eg engan veginn var upphafsmaður pereatsins,
heldur að eg þvert á móti setti mig á móti því í fyrstu,.
og einungis þá fyrst, þegar meiri hluti pilta hafði ákvarð-
að það, tók þátt í því, og að eg sömuleiðis alveg ein-
dregið mælti á móti því — og var lika svo heppinn að
fá því framgengt — að sömu tökum yrði beitt gegn ein-
um hinna kennaranna*. Hver upphafsmaður hafi verið er
nú ekki gott að segja, en i bréfi stjórnarráðsins dags. 18.
maí 1850 um alt þetta mál, er Steingrímur Thorsteinsson,
sem stiftsyfirvöldin höfðu veitt leyfi til að taka burtfarar-
próf þá um vorið, sviptur þessu leyfi aðallega af þeirri
ástæðu »að sá piltur eftir skýrslu rektors sé einn af að-
alupphafsmönnum uppþotsins«, og fleiri rök eru að því,
að hann hafi átt einna drýgsta þáttinn í þessum samtök-
um, þó auðvitað margir aðrir styddu þau. En þó Arn-
ljótur ætti eigi upptökin, þá hafði hann þó alla fram-
kvæmdina á hendi, þegar á hólminn var komið og hann
stýrði pereatinu, og því varð hann harðast úti.
Allir piltar tóku þó eigi þátt í pereatinu. Auk þeirra
Jóns Þorleifssonar og Jóbannesar Halldórssonar, sem fyr um
getur, tók Jakob Benediktsson eigi þátt í því og hann
náði öðrum pilti úr hópnum, Þorvaldi (síðar lækni) Jóns-
syni, með harðfylgi miklu (Nýtt Kbl. 1911, bls. 108), held-
ur ekki Davíð Guðmundsson1), Egill sonur rektors (sumir
segja þó, að hann hafi verið með) og Helgi E. Helgasen2);.
*) Síðast prestnr til Möðruvallakl. t 1908.
s) Barnaskólastjóri í Reykjavík f 1890.
17*