Skírnir - 01.08.1914, Page 38
262
Pereatið 1850.
verið fullkomið stjórnleysi í skólanum, »piltar lifðu og
létu eins og þeim bezt líkaði, drukku, gengu á veit-
ingahús og allar þær krár, sem hér eru, já, tveir piltar
höfðu með leyfi dr. Schevings flutt út í bæ, og sezt að
hjá gömlum hafnsögumanni, þar sem þeir í upplestrar-
leyfinu drukku púns á kvöldin«. Rektor segir, að kenn-
ararnir haíi ekki þorað að segja eitt stygðaryrði til pilta,
og Björn kennari Gunnlögsson hafi verið svo veikgeðja,
eða varkár, að hann, að fyrstu tímunum eftir »pereatið«
loknum, haíi þakkað piltunum fyrir að hafa sótt tíma.
Samheldi meðal skólapilta hefir bæði að fornu og nýju
-verið talin alveg sjálfsögð, og hver sá hefir verið talinn
ódrengur, sem eigi vildi fylgja meiri hlutanum, einkum
þegar hann er svo mikill, eins og hér átti sér stað. Sér
hver sem í skóla hefir gengið þekkir þetta af eigin reynslu.
Það var því engin furða þó piltum væri gramt í geðivið
Jón Þorleifsson, er hann einn skarst úr leik i bindindis-
málinu, og hygðu á hefndir. Þeirra var og ekki lengi að
bíða. Fyrst dreifðu þeir glerbrotum milli rekkjuvoðanna
í rúmi hans í skólanum, en hann varð þeirra var, áður
§n hann lagði sig, svo sú tilraun ónýttist. Næstu nótt
var Í3köldu vatni helt yfir hann í rúminu, svo rektor sá
sér ekki annað fært en að taka hann heim í hús sitt.
Við nánari athugun á því, hvað hafi komið þessum
Atburði á stað, þá verður það ekki varið, að fremsta sök
er hjá rektor og kennurum. Bindindislög þau, sem þeir
vildu láta pilta skrifa undir, áður en þeir hófu uppreist-
ina, voru óhæfilega ströng og auk þess alveg óviðeigandi.
Það var ó h æ f i 1 e g a s t r ö n g refsing. fyrir pilt, sem
ekki vildi láta neyða sig til að ganga í bindindi; að
verða alveg rekinn úr skóla. Það var líka alveg
óyiðeigandi ráðstöfun, að láta brot í 3. sinn á bindiad-
islögum, sem menn upphaflega höfðu gengist undir
þnpyddir, varða brottrekstrLjir-s k ó l.a, og það segir rekt-
or, þótt . pndarlegt'vSé, sé samkvæmt.^öguiu. félagsjps, en
þapi jcv^ðu syOvá, að sá sem í þr$ja sinn verði-uppyí^^að
þyí .að hafa neytt; víns, ekuli rækur úr.Tf.é J[ a*g i n i^. „^uk