Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1914, Side 49

Skírnir - 01.08.1914, Side 49
íhald og framsókn. 273 liann er annað eðli mannsins. Hver hugsun, hreyflng og athöfn skapar i mönnum hneigð til endurtekningar, en endurtekningarnar mynda vanann, og verður hann því sterkari, sem oftar er höggvið í sama farið. Langflestar daglegar athafnir eru vanabundnar orðnar í fullorðnum mönnum, og því meir sem líður á æflna, verða venjurnar fleiri og rótgrónari. Þær verða að sterkum fjötri, sem varla er unt að leysa, en brjóta má með heljartaki. Alt eðli vanans er andstætt breytingu; hver venja er lík sjálf- stæðri veru, sem heldur fram lífi sínu og tilverurétti, meðan auðið er. Og til að forðast þann sársauka, sem venjuskiftin orsaka, verður flestum fyrir að halda hlííi- skildi yfir gömlu venjunum, jafnvel þótt skynsemin beri vitni á móti þeim. Vaninn er nokkurs konar álagahamur, sem færist yfir með athöfnum og aldri. A æsku- og unglings-árunum er jafnvægið óstöðugra. Þá er maðurinn mjúkur og mótan- legur eins og vax; hver hneigðin vaknar af annari, drotn- ar um stund og víkur sæti fyrir þeirri næstu. Meðan á því skeiði stendur eru mennirnir einna frjálsastir. Þá má velja um vegi og venjur, þá er undir gáfum og gæfu komið, hversu tekst með vanalögin. Þau eru sú persónu- lega stjórnarskrá, ill eða góð, sem hver maður ber með sér, meðan æfin endist, og má heita óbreytanleg. Glögg dæmi þessa má sjá á mörgum mönnum, er með eigin afli hefjast úr fátækt til auðs og metorða á efri árum. Vilja þeir þá gjarnan breyta umgengnisvenjum, fataburði o. s. frv. á vísu þeirra er lifað hafa við mild kjör alla æfi. En það tekst aldrei, nema að litlu leyti, og oftast ails ekki. Rótgróinn vani er fastur fyrir. Þriðja innri ástæða til íhaldssemi er aldur og elli, en þar renna margir þræðir saman. Þá er öll líkamleg fram- för löngu hætt og fjörið að þverra. Alveg ósjálfrátt finn- ur maðurinn vanmátt sinn til að fylgjast með og geta haft hönd í bagga með djúptækum breytingum. Vaninn lykur hann æ meir og meir í greipum sinum; ný áhrif ná varla til hans, eða þá að minsta kosti beygð og brotin 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.