Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 57
íhald og framsókn.
281'
hún geymir vel fengins forða, týnir engu, illu eða góðu.
Og hvenær sem sú þjóð hefir manndáð til að rísa úr ösku-
stónni, eins og t. d. Japanar á öldinni sem leið, þá má
alt af bjarga einhverju úr gömlu rústunum og hagnýta í
nýju bygginguna.
Algerð breytingagirni getur aldrei komið fyrir í heil-
brigðum manni eða félagi. Hún er brjálsemiskast, sem
varir stutta stund, og annað hvort leiðir til bana eða
batnar til fulls. Bezt er þessi vilti breytingaandi kunnur
frá tímabilum í byltingum Frakka (sem leiddu af langri
og óhollri kyrstöðu). Hann er ólmur, hverfandi straumur,
ekkert viðnám eða hvíld, engin nýjung fundin, fyr en hún
flýtur burtu og týnist í næstu umskiftaöldu. Þar er ekk-
ert stöðugt nema síbreytingin sjálf. Slíka starfsaðferð
getur menningin ekki notað sér til gagns, því hún bætir
engu við, byggir ekkert upp, en eyðileggur alt sem fyrir
verður. Hún er sjálfsmyrðandi stjórnleysi, ósjálfráð og
trylt uppreist réttmætrar breytingagirni, sem verið hefir
stífluð og innibyrgð í fangelsum kyrstöðunnar. En af
tvennu óhæfu er þó einvöld kyrstaða illu til skárri en
einvaldur byltingarandi; en svo að vel fari, verða bæði
þessi öfl að starfa í sameiningu. Hvorugt getur starfað
eitt saman, né án hins verið. Framsókn og íhald eru þær
tvær súlur, sem halda uppi himni siðmenningarinnar.
Starf ihaldsins er að geyma arfsins, eins og ormur sem
liggur á gulli, og framsóknarinnar að vera á útverði,
finna ný gæði, ný sannindi, dýrmætari en þau sem áður
voru til, ryðja þeim til sætis og útvega þeim borgararétt
undir verndarvæng íhaldsins. Þá er sifeld framför, en
engin afturför eða hnignun, því að engu er kastað fyrir
borð, nema betra sé fengið í staðinn.
Fáeinar almennar athugasemdir má leiða af því, sem
á undan er sagt. í allri samvinnu manna í heimilum,
félögum, stofnunum, flokkum og ríkjum glíma framsókn
og íhald um yfirráðin. I báðum fylkingunum eru skoð-
anir liðsmanna í samræmi við aldur þeirra og lífs-
kjör. Báðir flokkar þurfa að ráða nokkru, en þó ekkfc