Skírnir - 01.08.1914, Side 60
284
Áhrif klaustranna á íslandi.
þar, 6 lifðu og 6 dóu. Þó sýnist það hafa verið óvenju-
margt, því þegar Gizur Einarsson varð biskup voru þar
einungis 5 munkar auk ábóta. Þegar Helgafellsklaustur
var lagt niður voru þar 3 bræður auk ábóta (1543). Þeg-
ar Möðruvallaklaustur brann (1316), sýnast hafa verið
þar 5 munkar. Ormur biskup seldi klaustrið á leigu (1551)
og þá var það í samningum, að 5 bræður ætti að fæða,
en tæpri öld síðar setur Jón Vilhjálmsson það upp við
leigjanda klaustursins að fæða 2 bræður að eins. Þetta
skýrir einnig að nokkru áhrifaleysi klaustranna. Herinn
var svo fámennur, auk þess hve hann var afskiftalítill.
Margir voru í klaustrin komnir af lífsleiða, og löngun
eftir næði, og voru því sízt í því skapi að gaurast í neinu.
Fæstir munu hafa alist upp til klaustralifnaðar.
Ekki er heldur unt að sjá, að nein veruleg samtök
hafi verið milli klaustranna. Munkarnir skifta að vísu
oft nokkuð um klaustur, eða þá að munkur úr einu
klaustri varð ábóti í öðru, en slíkt hafði litla þýðingu.
Ekkert eitt klaustur gat af sér hin, eins og oft var ann-
arstaðar, og þó að Þingeyraklaustur sýnist oftast hafa
notið einna mests álits, þá hafði hvorki það né neitt
hinna klaustranna neina forustu. Og ekki verðum vér
þess varir að þau beiti sér neitt til þess að hafa áhrif á
fólkið. Hinar stórkostlegu byltingar í klaustrunum og
voldugu umbótahreyfingar, sem hvað eftir annað gengu
yfir löndin, og gáfu munklifnaðinum nýtt fjör og aukinn
kraft, hafa farið fram hjá íslenzku klaustrunum, hvort
sem verið hefir af útilokun frá straumunutn eða rólyndi
og værð. Og íslenzka þjóðin frelsaðist alveg undan betli-
munkunum, sem streymdu í þúsundum út um löndin, heim-
ilislausir, prédikandi og æsandi. Það var mikið lán.
En áhrifalaus hafa klaustrin á íslandi ekki verið. Þó
er hér næsta óhægt um að dæma, þar sem saga klaustr-
anna er hulin því kynlegasta myrkri. Oftast nær er hægt
að rekja sögu þeirra upp á annála vísu, stikla á ábótunum,
en þar með er því lokið, nema þar sem önnur atvik liggja
til. Og sumt er alveg ofurselt getgátum eða í óvissu, eins