Skírnir - 01.08.1914, Qupperneq 70
294
Áhrif klaustranna á íslandi.
hann hefir einna helzt verið í klaustrunum. Og þetta fær
þýðingu. Ábótar klaustranna nutu mikils álits vegna stöðu
sinnar meðal klerka landsins, og auk þess voru ýmsir
þeirra hinir mestu garpar og mikilmenni. Hafa þeir jafn-
aðarlega stutt biskupana að málum. Þeir stóðu og nærri
biskupsembættunum, enda urðu sumir þeirra biskupar.
Þorlákur helgi var ábóti í Veri, Brandur Jónsson sömu-
leiðis. ögmundur Kálfsson ábóti á Helgafelli var í biskups-
kjöri með Þorláki og Magnús Eyólfsson ábóti þar varð
biskup í Skálholti seint á 15. öld. ögmundur Pálsson var
ábóti í Viðey. Þegar það fór að tíðkast að biskupar skip-
uðu officiales, ýmist þegar þeir voru utanlands eða þá
yfir einstök héruð, þá urðu ábótar oft fyrir því verki.
Væri of langt að telja þá upp alla. En þetta sýnir að
klaustrin voru allframarlega í kirkjumálunum, og hlutu
að fá þar þýðingu.
Það er einkennilegt, hve oft Þingeyraklaustur sýnist
hafa staðið uppi í hári Hólabiskupa. Gunnlaugur munkur
lét syngja messur í banni Guðmundar Arasonar biskups.
Sýnist Gunnlaugur hafa haft svo sem biskupsvald norð-
anlands seinustu ár æfi sinnar, en Guðmundur var þá á
sinu sifelda flakki. Nálægt öld siðar er önnur gullöld
Þingeyraklausturs (eða silfuröld mætti nefna það), þegar
Guðmundur var þar ábóti. Hann lendir í snörpum deil-
um við Auðun rauða Hólabiskup út af klausturtekjum.
Var Lárentius Kálfsson, hinn lærði maður, þá í klaustrinu
og önnur hönd ábóta í öllum þeim deilum, enda átti hann
Auðuni grátt að gjalda frá fyrri tímum. Þegar biskup
kom til Þingeyra, gerðu bræður enga prósessiu móti hon-
um, sem þó þótti mjög heyra til. Viðtökur fékk hann og
mjög kuldalegar í klaustrinu. En fjöldi vopnaðra manna
var kominn ofan úr Vatnsdal, til þess að gæta þess að
biskup beitti engu valdi. Sýnir þetta hve vinsælt klaustr-
ið hefir verið. Því síðustu Þingeyraábótarnir áttu allir
útistöðu við Hólabiskupa meira og minna. Allir voru
þeir einhvern tíma skipaðir officiales.
Það er Þykkvabæjarklaustur, sem lang mest kemur