Skírnir - 01.08.1914, Síða 71
Áhrif klaustranna á Islandi.
295
við sögu kirkjuvaldsins. Og má nærri því svo að orði
kveða, að þaðan hafi runnið kirkjuvaldió á íslandi, það
sem innlent var af því. Þorlákur helgi er sá fyrsti
biskup, sem verulega gengst fyrir að auka vald kirkjunn-
ar og heimtar veraldarvöld í hendur biskupunum, en hann
var ábóti frá Veri. En það er þó sérstaklega Brandur
Jónsson (áb. 1247—1260), er hér kemur til greina. Hann
var ágætur gáfu- og lærdómsmaður, sem fyr er sagt, og
hefir vafalaust verið fullur af kirkjuvaldshugmyndum.
Hann varð síðast Hólabiskup, en entist ekki aldur tíl þess
að leiða hugmyndir sínar í framkvæmd. En undir hans
hendi voru þeir 3 menn, sem allra manna mest unnu að
því að grundvalla og auka vald kirkjunnar, Staða-Arni,
Jörundur Þorsteinsson og Runólfur Sigmundsson. Brand-
ur hefir vafalaust lagt ákaflega mikla rækt við þessa 3
lærisveina sína, eins og sjá má á orðum hans um þá í
Árna biskups sögu. Og hann hefir haft lag á að fylla
þá með þessum hugmyndum, setja sitt mark á þá alger-
lega, svo að þeir vígðu líf sitt þessu takmarki, og báru
anda hans og hugsjónir út í söguna. Starf þeirra Árna
og Jörundar er því alt litað af áhrifunum frá Þykkvabæ-
jarklaustri. Runólfur Sigmundsson varð ábóti í Veri eftir
Brand, og var önnur hönd Árna hiskups í allri hans bar-
áttu. Er vísast að hann hafi ekki átt lítinn þátt í
henni. Hann hvatti Árna sífelt áfram, lagði honum ráð
og stappaði í hann stálinu. Og þann tíma, sem hann var
officialis, gekk hann engu linlegar fram en Árni sjálfur.
Gegnum starf þessara þriggja mauna fær því Þykkvabæ-
jarklaustur geysileg áhrif á kirkjusögu íslands, og Brand-
ur Jónsson má óhætt teljast einu af mestu áhrifamönnum
1 sögu landsins.
Vér vitum ekki mikið um það, hve mikil áhrif ann-
ara klaustra hafa verið í þessu efni, eða hve mikið þau
hafa eflt kirkjuvaldið. En óhætt má segja, að klaustrin
hafi yfirleitt unnið í þá áttina. Hjá því gat ekki farið.
Hvað eftir annað er getið um ábóta sem hjálparhellur
Ibiskupanna. T. d. sendir Árni Þorláksson þá Runólf áb.