Skírnir - 01.08.1914, Qupperneq 87
Hafa plönturnar sál?
311
.áttina til þess. Hún þolir að horfa i sólina, þó vér þol-
um það ekki. Og eflaust er sólin henni hið góða »guðs-
auga«, eins og Jónas komst að orði. —
Svona vindur Fechner laufskrúð síns auðuga ímyndun-
arafls um fastar stoðir athugana og röksemda eins og vín-
viðurinn vefur sig um tréð.
Alt þetta kanti nú að láta í eyrum líkt og æfintýr,
og svo var það þegar Fechner ritaði þá bók sem eg nú
hefi reynt að segja frá efninu í. En eins og eg sagði eru
tímarnir að breytast, og nú er kominn upp heill skóli
plöntufræðinga, sem telja þá skoðun blátt áfram óverjandi
lengur, að plönturnar séu gersneyddar sálarlífi. Skoðanir
þessara manna þekki eg aðallega af ritum eins ágæts
þýzks plöntufræðings í Miinehen er heitir Francé. Þessir
plöntufræðingar tala og rita um plöntusálarfræði
og eru önnum kafnir í að gera tilraunir með plöntur
til að sýna og sanna að lífsstarf þeirra og athafnir verði
ekki skýrð, ef gert er ráð fyrir að engin neisti af með-
vitund sé þeim samfara. Röksemdir þessara manna eru
auðvitað i mörgum atriðum hinar sömu og Fechners, þó
þeir fallist ekki á sumt i skoðunum hans, en lífeðlisfræði
plantnanna hefir fleygt fi’am síðan Fechner ritaði og að-
staðan til að verja þá grundvallarskoðun er hann hélt
fram er nú margfalt betri en þá. Menn hafa fundið sér-
stök skynfæri hjá plöntum tjl að taka á móti áhrifum af
snertingu, áhrifum þyngdarinnar, og áhrifum
1 j ó s s i n s. Menn hafa stundum fundið þessi skynfæri
tengd með þráðum við eins konar skynstöðvai’, og þegar
áhrifin berast eftir þráðunum tii þessara stöðva kemur
það fram í atferli plöntunnar: hún svarar áhrifunum að
utan á einkennilegan og hagkvæman hátt. Hér virðist
þá svipaður útbúnaður eiga sér stað, eins og sá sem tal-
inn er v o 11 u r sálarlífs hjá dýrunum. En sálarlífs vott
telja menn helzt það, að lífveran virðist geta v a 1 i ð um
fleiri en einn kost, sem hver fyrir sig væi’i þó samþýðan-
legur líkamsgerð hennar. Þar sem v a 1 á sér stað, þar
er einhvers konar sálarlif að] verki, segja þessir menn.