Skírnir - 01.08.1914, Page 93
Jökulsárgljúfur.
317
Klettaskjól fyrir öllum áttum
elur skóg í gili nógan.
Att hefir þar við ána Girettir
æfisarg hjá Vígabjargi.
Orðspekingurinn, einn í ferðum,
óðsnillingurinn mannlífsfróði,
vitmaðurinn vopnahvati,
varnarlaus fyrir tungli og stjarnu!
Stökk hann þar yfir strenginn rakkur
stígum kunnur neyðarvíga,
eftir sögn, sem eigi rifta
aldir níu af Sögu spjaldi.
Engis manns, sem er á gangi,
er það hlaup, þó vildi kaupa
lífið sjálft frá löngu ráfi )
landið um á milli fjanda.
Grettir einn um grýtur brattar
ganga hlaut um aldur langan,
■þar sem brandar brugðnir höndum
bíta þann, er um öxl sér lítur.
Vígabjarga fossinn fagri
fellur þar af kúptri hellu;
milli kletta sýður og svellur,
sveipast niður í þröngar greipar.
Uði rýkur upp úr koki;
eldar sól á björtu kveldi
friðarboga í fleygiúða —
fegurst sjón á norðurvegum.
Vígabergi í votum loga
vík eg frá í leiðsludái.
Hólmatungur hýrar anga
hinu megin í kvöldskininu.
Svinadalurinn sóley gróni
sæma mundi konungdæmi.