Skírnir - 01.08.1914, Page 104
328
,Sögur frá Skaftáreldi11.
kunningsskap hans og Ingibjargar og komur hans aS Eystra-Hrauni,
hvort hann hefir skrifað söguna til að bera af sér ámæli eða ekkir
skal eg láta ósagt.
Eg mótmæli því eindregið, að eg hafi nokkurstaöar gert síra
Jóni Steingrímssyni eða nokkrum öðrum manni, sem sögulegar heim-
ildir eru til um, rangt til, svo að hann þurfi að »reynast« mér
»bænheitur«. Eg hygg það fremur sjaldgæft í sögulegri skáldsögu,
að heimildir séu jafnvel þræddar eins og einmitt í þessum sögum.
Aðfinslur hr. Á. P. fara líka flestar í þá átt, að það hafi verið
skylda mín, og eg kannast við að svo hafi verið. Og það þarf betri
söguþekkingu en þetta til að hnekkja þeim sagnfræðilega.
Eitt að lokum. Það er aldrei nema vel gert að brýna þaö
fyrir rithöfundum að v a n d a s i g. En ritdómararnir gleyma því
alt of oft, að þeir eru 1 í k a skyldir til að »vanda sig«. En geri
þeir það ekki, bregðast þeir tilfinnanlega hlutverki sínu, og eru
einskis nýtir samverkamenn höfundanna að því, að skapa góðar
bókmentir.
G. M.