Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 110

Skírnir - 01.08.1914, Page 110
334 Útlendar fréttir. Vinstrimannastj órn var við völd í Svíþjóð og Karl Staaf yfirráð- herra. Vildi stjórnin ekki fara eins langt í fjárbrúkun til hervarna og krafist var af þeim, sem forgöngu höfðu í hreyfingu þeirri, sem vakin hafði verðið út af þessu máli og hún var yfirleitt studd' af hægrimönnum. Réðust þeir nú með kappi á stjórnina í þing- inu út af þessu máli, og um alt land urðu háværar æsingar út af því, einkum eftir að 30 þúsund bændur höfðu haldið til Stokk- hólms til þess að tjá konungi vilja sinn í málinu. Það var 6. fe- brúar, og vakti sú för afarmikla eftirtekt, ekki sízt vegna þess, hvernig konungur snerist við málinu. Menn vissu það áður, að hann var mjög hlyntur þeirri hreyfingu, sem vakin hafði verið út af hervarnamálinu, og studdi hana. En er hann svaraði ávarpi bænda, tók hann svo skarpa afstöðu gegn ráðuneyti sínu, að mörg- um þótti hann fara þar miklu lengra en þingbundinn konungur mætti gera. Hann lýsti því yfir, að hann væri á annari skoðun en ráðaneytiö, kvaðst vilja ganga á undan í haráttunni fyrir skoð- un sinni og bað bændur að fylgja sór fast. ó Ráöuneytið viidi ekki þola þetta og krafðist yfirlýsingar frá konungi, er drægi úr því, sem hann hafði sagt í ræðunni, en hana vildi konungur ekki|gefa7 og sagði þá ráöuneytið af sór. Út af þessu fylktu verkamenn liði í Stokkhólmi tveim dögum eftir bændasamkomuna, og urðu enn fjölmennari. Tjáðu þeir Staaf og ráöaneyti hans samhug og kváð- ust fylgja þeim að málum. Frá Stokkhólmi breiddÍ3t æsingin út af þessu um alt landið, og var víða haft á orði, að segja skilið við konungsvaldið og stofna lýðveldi, en aðrir lofuðu framkomu kon- ungs mjög. Fóru svo fram kosningar í vor og voru sóttar með miklu kappi af báðum, en hervarnamennirnir unnu það þar á, að hægrimenn sitja við völdin. Yfirleitt var það bændalýðurinn, sem fylgdi fram hervarnamálinu, en verkmannalýðurinn í borgunum, sem var á móti. Minningarhátíð í Noregi. 17. maí í vor höfðu Norðmenn mikil hátíðahöld til minningar um það, að þá var stjórnarskrá þeirra 100 ára gömul. Hún var samþykt á Eiðsvelli, skamt frá Kristjaníu, 17. maí 1814. Eiðsvöllur var þá eign auðugs manns, sem Carsten Anker hjet, og átti hann mikinn þátt í frelsishreyf- ingu Norðmanna fyrir og um 1814. En nú er Eiðsvöllur rikiseign og stendur þar enn húsið, sem stjórnarskrárþingiö var haldið í 1814, að mestu með sömu ummerkjum og þá, og þar kom nú stórþingið saman til að minnast 100 ára afmælisins. Daginn áður hafði verið afhjúpað af konungi þar úti fyrir húsinu líkneski Carsten Ankers.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.