Skírnir - 01.08.1914, Page 110
334
Útlendar fréttir.
Vinstrimannastj órn var við völd í Svíþjóð og Karl Staaf yfirráð-
herra. Vildi stjórnin ekki fara eins langt í fjárbrúkun til hervarna
og krafist var af þeim, sem forgöngu höfðu í hreyfingu þeirri, sem
vakin hafði verðið út af þessu máli og hún var yfirleitt studd'
af hægrimönnum. Réðust þeir nú með kappi á stjórnina í þing-
inu út af þessu máli, og um alt land urðu háværar æsingar út af
því, einkum eftir að 30 þúsund bændur höfðu haldið til Stokk-
hólms til þess að tjá konungi vilja sinn í málinu. Það var 6. fe-
brúar, og vakti sú för afarmikla eftirtekt, ekki sízt vegna þess,
hvernig konungur snerist við málinu. Menn vissu það áður, að
hann var mjög hlyntur þeirri hreyfingu, sem vakin hafði verið út
af hervarnamálinu, og studdi hana. En er hann svaraði ávarpi
bænda, tók hann svo skarpa afstöðu gegn ráðuneyti sínu, að mörg-
um þótti hann fara þar miklu lengra en þingbundinn konungur
mætti gera. Hann lýsti því yfir, að hann væri á annari skoðun
en ráðaneytiö, kvaðst vilja ganga á undan í haráttunni fyrir skoð-
un sinni og bað bændur að fylgja sór fast. ó Ráöuneytið viidi ekki
þola þetta og krafðist yfirlýsingar frá konungi, er drægi úr því,
sem hann hafði sagt í ræðunni, en hana vildi konungur ekki|gefa7
og sagði þá ráöuneytið af sór. Út af þessu fylktu verkamenn liði
í Stokkhólmi tveim dögum eftir bændasamkomuna, og urðu enn
fjölmennari. Tjáðu þeir Staaf og ráöaneyti hans samhug og kváð-
ust fylgja þeim að málum. Frá Stokkhólmi breiddÍ3t æsingin út af
þessu um alt landið, og var víða haft á orði, að segja skilið við
konungsvaldið og stofna lýðveldi, en aðrir lofuðu framkomu kon-
ungs mjög. Fóru svo fram kosningar í vor og voru sóttar með
miklu kappi af báðum, en hervarnamennirnir unnu það þar á, að
hægrimenn sitja við völdin. Yfirleitt var það bændalýðurinn, sem
fylgdi fram hervarnamálinu, en verkmannalýðurinn í borgunum,
sem var á móti.
Minningarhátíð í Noregi. 17. maí í vor höfðu Norðmenn
mikil hátíðahöld til minningar um það, að þá var stjórnarskrá
þeirra 100 ára gömul. Hún var samþykt á Eiðsvelli, skamt frá
Kristjaníu, 17. maí 1814. Eiðsvöllur var þá eign auðugs manns,
sem Carsten Anker hjet, og átti hann mikinn þátt í frelsishreyf-
ingu Norðmanna fyrir og um 1814. En nú er Eiðsvöllur rikiseign
og stendur þar enn húsið, sem stjórnarskrárþingiö var haldið í 1814,
að mestu með sömu ummerkjum og þá, og þar kom nú stórþingið
saman til að minnast 100 ára afmælisins. Daginn áður hafði verið
afhjúpað af konungi þar úti fyrir húsinu líkneski Carsten Ankers.