Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 111

Skírnir - 01.08.1914, Page 111
Útlendar fréttir. 335- Kristjáns Friðriks prins, sem var stjórnandi Noregs 1814 og undir- skrifaði stjórnarskrána, en varð síðar Kristján VIII. Danakonungur, var minst á þann hátt af þinginu, að nefnd þaðan var send til' þess að leggja sveig á kistu hans í Hróarskeldu dómkirkju. Norð- menn vildu taka hann til konungs 1814, en fengu því ekki ráðið, og komust þá í konungssamband við Svía. Miklar framfarir hafa orðið í Noregi á þeim 100 árum, sem liðin eru síðan landið fékk stjórnfrelsi. Til þess að gýna þær framfarir var efnt til stórrar s/ningar í Kristjaníu, sem opnuð var 15. maí. Norðmenn líta með ánægju til baka yfir þetta hundrað ára skeið. í bókmentunum hafa þeir eignast framúrskarandi menn, sem náð hafa heimsfrægð. Sömuleiðis í landkönnunarferðum. Á síðari árum hafa og verknað- arframfarir verið miklar í Noregi. Þar hafa verið stofnsett stór iðnaðarfyrirtæki, sem mikið fó hefir verið lagt í, járnbrautir lagðar um landið og skipagerð mjög aukist, bæði til veiða og flutninga. Það eru þessar nýju verknaðarframfarir, sem sýningin á einkum að bera vott um. Þjóðhöfðingjamorð. Franz Ferdinand erkihertogi, ríkiserfingi Austurríkis og Ungverjalands, var skotinn til bana ásamt konu sinni á götu í Sarajevó, höfuðborginni í Bosníu, 28. júní. Þau hjónin vofu þarna á ferð og á skemtigöngu um götur borgarinnar. Morð- inginn hljóp að þeim og skaut á þau mörgum skotum og dóu þau þegar, en hann var gripinn. Hann er stúdent, Princip að nafni, og hefir vaknað einhver grunur um, að Serbar eigi sök á morðinu, að minsta kosti hjá sumum Austurríkismönnum. En engar áreið- anlegar upplýsingar eru þó fengnar um það enn sem komið er. Franz Ferdinand erkihertogi var bróðursonur Franz Josephs Austurríkiskeisara og hefir frá 1896 staðið næstur til ríkiserfða eftir hann. Franz Ferdinand var rúmlega fimtugur að aldri, fæddur 1863, og hefir á síðari árum mikið komið fram fyrir hönd Austur- ríkis út á við, vegna ellilasleika keisarans, og hefir þótt allmikið að honum kveða. Arið 1900 kvæntist hann konu þeirri, sem nú var myrt með honum, Maríu greifynju von Chotek, er þá fekk titilinn furstynja von Hohenberg. En börnum þeirra varð hann að afsaia erfðarétti til ríkisins vegna þess að kona hans var eigi konungborin. Stendur nú næstur til ríkiserfða bróðursonur Franz Ferdinands, er Karl Ferdinand heitir, 24 ára gamall maður, kvænt- ur Zitu prinsessu af Parma. Er því spáð, að örðugt muni verða að halda ríkinu saman, er Franz Joseph keísari fellur frá, en hann er nú elztur þjóðhöfðingi í Evrópu, 84 ára að aldri. Suðaustur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.