Skírnir - 01.12.1914, Side 12
348
Hefir jörðin sál?
þjóna sína, altaf vera að leggja í nýjar og nýjar fellingar.
Sínar lifandi yerur eiga heima á hverju sviði og eru
fyrir það lagaðar. Sumar lifa á landi, sumar í sjó, sumar
i lofti. Hvað mun þá um himneskt haf ljósvakans, sem jörð-
in syndir í. I því hafi eru öldurnar ljós. Mundu þar ekki
búa einhverjar seðri verur, lagaðar fyrir þetta hið æðra
svið? Mundu þær ekki synda þar uggalausar, fijúga þar
fjaðralausar, líða áfram í ró og hátign, bornar afhálfand-
legu afii um þetta hálfandlega svið, skiftast á ljósi og
fylgja þýðlega hver annarar aðdrætti, berandi í skauti sér
ótæmandi andleg og líkamleg auðæfi?
Mennirnir hafa á öllum öldum sagt sögur af englum,
er byggju í ljósinu, fiygju um himininn, og þyrftu hvorki
jarðneskrar fæðu né drykkjar, boðberar milli guðs manna.
Þarna eru verur sem búa í ljósinu, fijúga um himininn,
þurfa hvorki fæðu né drykkjar, milliliðir milli guðs og
vor og hlýðnar boðum hans. Svo ef himininn er bústaður
englanna, þá eru stjörnurnar þessir englar, því þær eru
einu himinbúarnir. Jörðin er vor mikii verndarengill, sem
vakir yfir öllum vorum þörfum.
»Einn vormorgun gekk eg út«, segir Fechner; «akr-
arnir grænkuðu, fuglarnir sungu, döggin glitraði, reykur-
inn sté, hér og þar maður á ferð; skært ljós yfir öllu.
Það var ekki nema örlítill biettur af jörðunni; það var
ekki nema örstutt augnablik af tilveru hennar; en meðan
eg virti þetta fyrir mér og sjóndeildarhringurinn stækkaði
meir og meir, þá fanst mér það ekki aðeins svo fagurt,
heldur svo satt og augljóst, að jörðin er engill, sem svona
auðugur hress og blómlegur og jafnframt öruggur og sjálf-
um sér samþykkur gengur um himininn, snýr lifandi and-
liti sínu öllu til himins og ber mig sjálfan með sér, að eg
spurði mig, hvernig mennirnir hefði getað flækt sig í þá
skoðun, að jörðin væri ekki annað en þur hnaus, og farið
að leita að englunum yflr henni eða kringum hana í
tómum geimnum, til að finna þá svo hvergi«. —
Viðskifti stjarnanna eru, að þvi er virðist, aðeins fólg-
in í áhrifum aðdráttar og geislunar. En þau viðskifti eru