Skírnir - 01.12.1914, Side 61
Um lífsins elixíra og hið lifanili hold.
397
um nú að þau mundu halda fjörinu talsvert lengur, ef
komið væri í veg fyrir að þeirn blæddi til ólífis. Það
hefir hepnast að halda hundum lifandi nokkurn tíma eftir
að stóri heilinn var skorinn úr þeim. Þegar stjórnarráð-
ið er úr sögunni, geta sem sé lægri stjórnarstöðvar, nokk-
urs konar amtsráð, sýslunefndir og bæjarstjórnir, sem eiga
heima í mænunni og taugahnoðunum (ganglíunum), gegnt
eftirlitinu um stund og haldið lífinu vakandi. En heila-
laus hundur er ekki upp á marga fiska. Hann er skyn-
laus skepna í orðsins fylsta skilningi. Skilingarvitin eru
horfin — og hann er vitlaus og viljalaus. Hann liggur
hreyfingarlaus, þangað til hann er reistur á lappirnar.
Hann gengur ef honum er komið af stað. Það verður
að troða ofan í magann á honum matnum, en hann er
rænulaus til að leita sér bjargar. Hann er með öðrum
orðum eins og vél sem má koma í gang, en vitið vantar,
aðeins undirvitið, sem býr í mænu og taugahnoðum, er
eftir, og stjórnar enn vöðvum og innýflum. Væri nú mæn-
an og taugahnoðurnar teknar burtu, höfum vér til skamms
tíma haldið, að þá væri þar með öllu lífi lokið og engar
sellur gætu lengur lifað. Rannsóknir seinni tíma hafa
sýnt oss, að þetta er eigi að öllu leyti rétt. Vér vitum
nú fyrir víst, að innrennsli kirtla og hormón frá ýmsum
selluvefum geta engu síður en taugarnar komið líffærum
til að starfa.
Þýzki læknirinn Karl Basch hefir t. d. sýnt að júfur-
hormónið verkar á mjólkurkirtlana eins fyrir það þó
júfrið sé sett úr öllu taugasambandi við mænuna.
Hvernig geta nú efnin verkað á fjarlæg líffæri án
þess að leiðast eftir ákveðnum brautum, eins og aflstraum-
ar þeir er leiðast frá taugasellunum (í heila, mænu og
taugahnoðum) eftir símum þeirra? Dœmi úr efnafræðinni,
sem öllum er kunnagt úr daglega lífinu, gefur okkur dálitla
bendingu hvernig hægt sé að hugsa sér þessi fyrirbrigði.
Eins og nokkrir dropar af hleypi geta verkað þannig á
fulla merkurskál af volgri mjólk að mjólkin hleypur sam-
an og gjörbreytist á lítilli stundu, eins liggur nærri að