Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 94
430
Ritfregnir.
látið höf. í té skýrslur um sjálfa sig og rit sín, að því, er höf. seg-
ir í formálanum, bls. XIV.
Viðaukaskráin aftan við bókina um rit, er lúta að íslenzkum-
bókmentum, er mjög gagnieg þeim mönnum, sem afla vilja sér
þekkingar á þeim efnum. Höf segir sjálfur í formálanum, bls. Xiij,
að hann hafi ekki ætlast til, að sú skrá tæmdi alt það, er hér um
kynni að hafa verið ritað, og s/nist mér ekki betur en að höf. hafi
þar tekist prýðilega og tekið flest það, er máli skiftir í þessum
efnum.
Páll Eggert Olason.
Guðmundur Kamban: Hadda Padda. Sorgarleikur í fjór-
um þáttuin. Reykjavík. Kostnaðarmaður Ólafur Thors 1914.
Síðasta áratuginn hefir átt sór stað næsta fágætur og merki-
legur útflutningur frá íslandi. Yngstu skáld okkar fjögur hafa
fluzt andlegum búferlum til danskrar tungu og danskra bókmenta,
sumir alfarnir, en hinir hafa hór í seli, yrkja bæði á dönsku og ís-
lenzku eða þýða rit sín úr dönsku á móðurmál sitt.
Eg hygg, aðöllum öðrum mentuðum þjóðum hefði orðið miklutið-
ræddara um þessi einkennilegu bókmentatíðindi en raun verður á
um íslendinga. Hór virðist þeim enginn gaumur gefinn.
Því verður samt ekki neitað, að tungu vorri, menning og þjóðar-
virðing getur stafað hætta af þessum nýju Ameríkuferðum. Þetta er
ekki sagt til ámælis útflytjendunum, skáldunum ungu. En hitt vildi eg
taka fram, að í þessum brottflutningum hafa gerst tíðindi, er mega
vera oss fagnaðarefni. S u m u m íslenzk-dönsku skáldunum hefir á
sína vísu farið líkt og sumum íslenzkum Vesturheimsförum. í
Vesturálfu hafa þeir sumir orðið að meiri mönnum og hafist til
meiri auðs og velmegunar en þeim hefði veizt færi á hór heima.
Á iíkan hátt hafa þessir andlegu útflytjendur vorir unnið sór meiri
orðstír og frama en þeim hafði og hefði hlotnast hór heima. Og
það geta þeir talið þessari nýbreytni sinni til afsökunar. En það
sést af sögu útflytjenda vorra, að í þjóð vorri búa kraftar, sem
fá ekki notið sín í fátækt íslands og íslenzkum harðiudum.
Guðmundur Kamban er yngstur íslenzk dönsku skáldanna.
Frumsmíð hans, Hadda Padda, hefir getið só allmikið lof meðal
danskra ritdómenda.
Efnið er fljótsagt. Hrafnhildur heitir kona, hún á sór gælu-
nafnið Hadda Padda og er lofuð lögfræðing einum, er Ingólfur heit-
ir. Hann rýfur heit sín við hana, af því að hann feldi ástarhug