Ný félagsrit - 01.01.1853, Qupperneq 21
BRKF tiM ISLAlSD.
21
þeirri öld, sem liSin er yfir land vort, sfóan þaf) komst
nndir ánaub Norbmanna og Ðana, þá er ekkert sýnna en
ab ver megum bæbi vænta húngurs og mannfalls mikils
um allt land. Hinn seinasti kafli af hverri öld hefir,
einsog Hannes biskup segir, jafnan veiib harfeastur hjá
oss, og því mibur benda góbu árin til þess, þegar þau
hafa haldizt vib um Iángan tíma, ab þá muni brábum
skiptast til liins lakara, því enginn þarf ab ætla, ab
loptalsgib á landi voru, eba vib norbur skaut heims, hafi
breytt ser síban saga mannkynsins byrjabi; þab er nú ab
minnsta kosti sannfæring allra náttúrufræbínga, ab loptslag
jarbarhnattarins sé enn hib sama, sem þab hefir verib á
öllu því tímabili sköpunarinnar, sem libib er frá þvf menn
komu fyrrst í heim þenna.
Menn mega því ekki láta sig tæla á því, þ<5 gúb ár
kunni ab koma í rennu, og halda þá ab loptslagib muni
hafa breyzt til hins betra, er hin vondu árin hverfa um
sinn, því reynslan sýnir, ab þetta á sér aldrei stab til
lengdar, heldur er ab öllum jafnabi von harbra ára í
rennu þegar gúb ár hafa gengib um lángan tíma, og nær
þessi regla ekki ab eins yfir ísland, heldur yfir öll lönd
Norburálfunnar. þab er því hörrnúng til þess ab vita,
hvab skammt menn á Islandi eru komnir á veg á hinum
gúbu árunum, og hversu barnalega menn búa sig undir
hin vondu árin, þegar menn eru í hæsta lagi ab safna
saman nokkrum skildíngum og leggja þá í liina svo
köllubu sveitasjóbi, í stab þess ab hafa forbabúr af mat-
vælum, sem menn gæti jafnan gripib til þegar þyrfti, og
meb þeim aukib sjúbi sína tíu sinnum meira, en nú er
kostur meb þessari aumíngja-leigu, sem stjúrnin pínir í þá
á ári hverju. Eg hefi brýnt þetta mál nákvæmlega fyrir
löndum vorum, og hafa margir, ogjafnvel verzlunarmenn-