Ný félagsrit - 01.01.1853, Page 172
172
UM VATNSVEITIiNGAR.
Stundin frá dagmálum til mi°is er hagkvæmust
til aö veita vatni yfir, þegar þurkur er, þá er náttdöggin
optast þornuö; Hádegissólarhitin vermir bezt hinar
vökvuöu jurtir og rætur, svo líf þeirra heröir sig, aö láta
þær vaxa. Ungar og östýrkvar jurtir, sem vaxa á
harÖlendi, þurfa hlýindanna vit), og mega því ekki
liggja nema örstutta stund undir vatni í senn, sízt í fyrstu,
meöan þær eru aö stálpast og venjast viÖ veöurlagiö.
En þegar lengra líÖur fram á voriö, lopt hlýnar, en grös
þroskast og venjast vatninu, er hættulaust þó vatniö liggi
nokkuÖ lengur á, heldurenn í fyrstunni, einkum ef
sólarhitinn er mikill. þeirrar reglu skal þó jafnan gæta,
svo lengi von er á næturfrostum, aÖ hleypa svo snemma
dags af, aö jöröin se vel þornuö fyrir sólarlag.
A harölendu engi er hættulaust aö vatn liggi um
nætur, ef svo er háttaÖ landslagi, eöa umbúiö, aö vatniÖ
geti huliö grasiö, en fljótt megi hleypa því af, svo þomi
þegar hiti kemur.
D.
Aö síöustu vil eg minnast á vatniö, sem haft er til
aö veita yfir:
a. Leysíngavatn, eöa þaö vatn sem bráönar úr snjó
eÖa klaka, er bezt til vatnsveitínga, því þaö flytur
meö sér ýmisleg frjófgunarefni, t. a. m. fræ, sinu,
gróörar- og dysja-mold, sem veröur aö gras- og
áburöar-auka, þar sem þaö nemur staÖar.
b. Bergvatn eöa kaldaversluvatn má líka hafa til
vatnsveitínga, þó þaö sé verra enn hitt; þaö ver þó
sólarbruna, losar jaröveginn, og bleytir áburöinn.