Ný félagsrit - 01.01.1858, Page 7
alÞing og alÞingismal.
7
hefir einsog bent ab því, afc mikiS djúp væri stahfest milli
stjúrnar landsins á eina hlib og þjófearinnar á hina, í staö
þess ab hvor stvddi abra Iandinu til framfara. þeir hafa
séb, aí) konúngkjörnir menn hafamistkonúngskosníngu, þegar
þeir hafa greidt atkvæbi meb því, sem þjóbin hefir viljab,
en móti uppástúngum stjórnarinnar, en hinir teknir í
stabinn, sem hafa greidt atkvæ&i á þann hátt sem stjórnin
vildi. þeir hafa enn fremur séb, ab menn hafa verib
settir af embættum árum saman fyrir þab, af> þeir hafa
fylgt fram vilja og rettindum landsmanna, en hinir hafa
fengib þóknunarmerki, sem hafa afneitab þessu og lofab
hverjum ab mæla fyrir því, sem vildi. þeir hafa jafn-
vel séb, ab sumir hafa afsalab sér, jafnskjótt og þeir
urbu embættismenn, afskiptum af öllu því, sem hugsast
gæti ab kynni fara í abra stefnu í alþýblegum málefnum,
en þá, sem þeir ætla ab stjórnin mundi vilja. því
bregbur fyrir stundum hjá oss, ab embættismenn eru
stjórnhollari en stjórnin sjálf. En þó nú þessu sé þannig
varib, og þó eblilegast hefbi verib ab lofa þeim embættis-
mönnum ab gánga sína óþjóblegu götu, sem ekki gátu
hitt annan veg, þá er svo mikill eimur eptir enn af
hinum forna hugsunarhætti mebal vor, er ætlast til ab
embættismennirnir sé foríngjar þjóbarinnar, ab þegar þeir
draga sig aptur úr, og anda á móti slíkum fundum,
kalla þá hégóma, uppþot og „bollaleggíngar“, þá fara
hinir varkárari prestar og hreppstjórar, ekki ab nefna
„dannebrogsmenn“ og „abministratora“, ab draga sig í
hlé, og seinast verba svo fáir eptir, ab þeir eru eins og
nástrá, sem æpa hvert til annars í Almannagjá. En þetta
mun varla verba lengi, heldur er þab ætlun vor, ab ef
landi og þjób er nokkur framför lagin, þá muni henni
verba samfara svo mikill kjarkur og menníng, ab menn