Ný félagsrit - 01.01.1858, Page 85
alÞing og alÞingismal.
85
sýna þa?) alþíngi og oss öllum, aö réttindi lands vors og
þíngs sé þau ein, sem vér höfum afl til aö framfylgja,
en ekki önnur. þegar auglýsíng konúngs kom út 28.
Januar 1852, er segir fyrir um alríkisstjórnína, er Island
ekki nefnt, en þar á móti er Láenborg tekin meö í ríkis-
heildina, sem sleppt var 1848. í tilskipunum þeim sem
komnar eru út síöan, um alríkisþíngiö og fleira, er gengiö
framhjá Islandi aö öllu leyti: þaö er þar ekki partur í
alríkinu, því þaÖ hefir engan rétt fengiÖ til aö senda
þángaö fulltrúa, eöa aÖ kjósa til þess á neinn hátt, og
ekki heldur hefir konúngur kosiö þángaö fyrir Islands
hönd, einsog til þínganna í Hróarskeldu, þó þar sé margir
konúngkjörnir á þíngi. Ekki er heldur lagt fyrir þetta
þíng neitt af íslenzkum málefnum, ekki fjárhagsreikníngur
Islands, eöa þesskonar, og ekki lög þau er Island snerta;
en þar á móti eru þángaö Iögö mál nýlendanna í Vestur-
eyjum. Samt sem áöur lítur svo út, sem stjórnin ætlist
til aö sum af Iögum þeim, er út koma frá þessu þíngi,
skuli gilda á Islandi, þó Island eigi enga hlutdeild þar í,
og þaÖ sem merkilegast er, þó þessi lög sé ekki útbúin
á þann hátt, sem lögskipaöur er handa Islandi. þaÖ er
nú aö vísu sjálfsagt, aÖ slík lög geta ekki veriÖ gild á
Islandi, þó þau'væri auglýst þar, en sú aöferÖ stjórnar-
innar, aö láta auglýsa þau án þess aö leggja þau fyrir
alþíng og án þess aö láta snúa þeim á íslenzku, lýsir svo
nógsamlega viÖleitni til aÖ halla rétti vorum, aö vér
eigum aÖ mótmæla þvísvo öfluglega sem vér getum, svo
sem og alþíng gjöröi 1857. Sama er aö segja um þaö,
þegar ráögjafar konúngs meö eintómum úrskurÖum sínum
og ráöstöfunum vilja setja nýjar reglur, beint á móti
lagaboöum, einsog kom upp á alþíngi 1857, aö fjárstjórn-
arráögjafinn haföi gjört um leigufé í konúngssjóöi.