Ný félagsrit - 01.01.1858, Blaðsíða 129
BREF FRA ROMABORG-
129
me& mestu ummælum; bótin er, ab safn hans kvab vera
ómerkilegast. En flestar og beztar myndir eptir listamenn
Forn-Grikkja, og Itali frá dögum Leonis hins tíunda
(1513—1521), eru í höll páfa í Vatikani, og á CapitoUo,
og má sjá þaö allt á tilteknum dögum.
Ekki má heita, ah Rómaborg se vel bygí) eba
reglulega; strætin eru flest þraung og krókótt, og ekki
nema hin helztu uppljómub á kvöldin meb gasljósum,
sem þó nú tíbkast í öllum heldri borgum í Nor&urálfu.
Ekki eru götur heldur serlega hreinlegar, þó nóg se til
af vatni, því hvergi mun finnast í nokkurri borg meira
og betra vatn en í Rómaborg, og eiga stafearbúar þab
afe þakka gömlu Rómverjum, sem leiddu vatn ofan úr
fjöllunum vife Tivoli (Tibur) og Albano, um margar mílur,
til borgarinnar; þessar vatnaleibslur voru hin mestu mann-
virki, og standa þær enn á steinbogum yfir allt flatlendií)
í kríngum borgina; páfarnir hafa á seinni tímum látib
gjöra aö þeim, og búib til hina ágætustu brunna víba á
torgum ; nafnkendastr er sá á Piazza Navona og Fontana
di Trevi. En þó ab gömlu Rómverjar hefbi miklar mætur
á laugum, einsog babstofur þeirra sýna, þá er ekki sama
aí> segja um nibja þeirra núna; Italir nota allt þetta vatn
hérumbil viblíka mikib til lauga, og Islendíngar nota hvera-
vatnib.
Fallegastar götur í Rómaborg eru þær, sem liggja
upp eptir borginni fra Porta del Popolo (forbum: porta
Flaminia) einkum Via del Corso. þab stræti er meira
en fjórbúngur mílu á lengd, frá portinu ab Pálazzo di
Venezia. þar í grend eru flestar sölubúbir og veit-
íngahús, þar búa einnig flestir abkomumenn og mart
heldra fólk.
Vinstramegin, þegar mabur kemur inn ab Porta del
9