Ný félagsrit - 01.01.1858, Blaðsíða 81
alÞing og alÞingismal-
81
þeirra vilja og samþykki. Sumir þeirra byrju&u jafnvel
á því, ab gefa ekki hinum íslenzka forstjóra kost á afc
bera fram málin fyrir sor, svo sem var fjárstjórnarráí)-
gjafinn, líklega af því honum hefir þdtt þar lítil fjárvon
sem íslenzka stjórnardeildin var. En samt sem á&ur var
þetta nokkur framför frá því sem áfcur var, og líkindi
voru til, aí) öll stefna stjdrnarinnar yröi frjálslegri. Eigi
ab síbur var þab föst stefna stjórnarinnar, ab halda fram
í líka átt einsog einveldisstjórnin ábur en alþíng var sett,
ab veita Islendíngum nokkur atkvæbi á ríkisþíngi sínu,
einsog einum hluta Danmerkurríkis, en enganveginn jafn-
rétti sem ríkishluta sérílagi. þetta festist enn meira á
þeim tíma, sem þjófefundurinn var í undirbúníngi, og meb-
fram fyrir þá sök komst hann ekki á um sumarib 1850.
einsog í fyrstu var ætlaí).
Um þetta mund var mjög lítib gjört úr réttindum
Islands og alþíngis ab öbru leyti. Hinir dönsku rá&gjafar
létu bda til frumvarp til þjóbfundarins án þess ab bera
þab undir Islendínga, þá sem voru forstöbumenn stjórnar-
deildarinnar. þab var svo fjarri, ab sett væri nefnd af
Islendíngum og Dönum til ab semja um frumvarp þetta,
sem þó mundi hafa verib einna bezt tilfallib, ab enginn
Islendíngur var iátinn vita af tilbúníngnum. — þab var
svo fjarri ab þeir semdi þab, sem stóbu fyrir hinni
íslenzku stjórnardeild, sem þó hefbi verib eblilegast og
bezt, ab þeir munu varla hafa séb þab fyr en þab var
búib, en danskur mabur, sem var í stjórnardeildinni, á
lægra stigi en Islendíngarnir, var látinn semja frumvarpib
og hafbur í öllum rábum1. Herstjórnarrábgjafinn skrif-
‘) vér skulum geta Þess, til ab taka af öll tvímæli, ab vér höfum ekki
Þetta eptir neinum þeim, sem n ú e r u í hinni íslenzku stjórnardeild.
6