Ný félagsrit - 01.01.1858, Blaðsíða 146
146
BREF FRA ROMABORG.
lorfeíirum sínum þá stillíngu og stöbuglyndi, hreysti og
þolgæöi, sem gjörfci Ftómverja aS yfirdrottnurum heimsing.
Menn mega sjá mismuninn á Itölum einsog þeir nú eru
og forfeörum þeirra meí) því, aí) bera sainan myndirnar
á Capitolio vih nú lifandi menn; þú andlitslagií) sé hib
sama,'og ítalir nú á dögum sé heldur fríöari menn en
gömlu Rómverjar, finnst ekki opt nieíal þeirra eins karl-
mannlegur og har&legur svipur og menn sjá á andlits-
mynd af Scipio Africanus og Cicero. — þa& sem mest
stendur frelsi Itala í vegi, eru flokkadrættirnir þeirra
á milli, og sú ógæfa, aí> þeir kunna aldrei a& rata mefeal-
hóf í stjórnarmálefnum, því svo hefir reynzt, ab hvergi
nema í Piemont má heita aö þeir hafi komizt hjá því
ab fleygja sér annafchvort útí bert lagaleysi og óstjórn,
og svo á eptir leita sér skjóls undir einhverjum liarfe-
stjóra, eba afc hætta vib allt svobúib. þetta var saga
helztu borga á Italíu, sein höf&u þjó&stjórn, t. a. m. Flo-
renz, Genua o. s. frv., og á líkan hátt fór allstabar 1848.
Mikib hefir verið sagt af harbstjórn Ferdinands konúngs
í Napoli, en ekki þókti Rómverjum stjórnin hjá Mazzini
linari; og þab er einkennilegt vií) itali, aí) þó Mazzini
sé nú landflótta í Lundúnum, þá er hann jafn-einvaldur
yfir þeim óaldarflokki, sem hefir tekib nafn eptir honum,
og Ferdinand er í ríki sínu.
Me&an meginhluti þeirra,, sem lielzt þykjast vera
frelsisvinir á Ítalíu, er ekki skynsamari en þessi flokkur,
sem fylgir Mazzini, og landiö þykir útlendum þjóbum
eins fagurt og girnilegt og þeim hefir þókt þaö híngabtil.
eru öll líkindi til, ab þær muni sitja yfir sæmdum Itala,
svo þa& ver&ur satt lengi enn sem Byron lávar&ur kva&
um Ítalíu í Childe Harold (iv, 43);