Ný félagsrit - 01.01.1858, Blaðsíða 124
124
BREF FRA ROMABORG.
mjóvi súlur, og hvassi boginn á hvelfíngunni í gotnesku
kirkjunum, miklu tignarlegri en flata loptife í sumum þessum
svonefndu basilica-k\rk]wm (hallar-kirkjum) í Róm, sem
er líkast því og er í Reykjavíkur kirkju. þessvegna líkar
mer ekki Laterankirkjan, né Maríukirkjan hin stærri;
Péturskirkjan er miklu betri ab því leyti, því þó hún sé
ekki heldur gotnesk ab Iagi, þá er þó ein hvelfíng fjarska-
lega mikil beint yfir háaltarinu, og þab er allténd fallegra
en flötu loptin í hinum kirkjunum, hversu vel útskorin og
gulli lögb sem þau kunna ab vera. þab lítur svo út, sem
gotnesku kirkjurnar eigi ekki vi& Itali, þeim þykir þær
vera dauflegar, en þeir vilja hafa allskonar skraut, marmara
og gull og málverk í sínum kirkjum, enda hefi eg eigi
séí) nema eina kirkju í Róm, sem líktist hinum gotnesku,
og þó illa; þa& var Maríukirkja, sú sem bygb er á
Minervumusteri og áfeur var nefnd (Santa Maria sopra
Minervam).
Frá kagtalanum San Angelo (Engilsborg) fyrir vestan
Tífur liggur Iángt stræti upp a<5 Péturskirkjunni og Vatikani.
Fyrir framan kirkjuna stendur á mibju torginu súla
(Obelislt), höggvin úr einum steini; þessi hin sama súla stófe
ábur vib sólarmusterife í Heliopolis á Egyptalandi; Caligula
keisari lét flytja hana til Rómaborgar og var hún þá helguÖ
honum, og má enn sjá á henni letrin: Divo Caesari;
en seinna lét Sixtus páfi hinn fimti (1585 —1590) flytja
hana þángaí) sem hún stendur nú, og setja krossmark ofan
á hana. Á fótinn undir súlunni heíir hann látib höggva
þab letur á Latínu: ab steinn þessi, sem ábur var helga&ur
gobum heibíngja, skuli framvegis standa í minníngu þess,
at> kristnin hafi sigrab alla þá villu (Christus vincit,
Christus regnat, Christus imperat — Christus ab omni
malo plebem suam defendat! — og hinumegin: Vicit