Ný félagsrit - 01.01.1858, Síða 22
22
alÞíng og alÞingismal.
bænarskrár kjósenda sinna, hvort sem hann er mótfallinn
þeim efea ekki. þaí) getur veri&, og hefir opt borií) vib
á alþíngi, ab þíngmabur hetir haft bænarskrá frá kjördæmi
sínu, sem hvorki hann efca neinn annar þíngmafcur heíir
verifc samþykkur. Menn geta sagt, afc þá muni lítt saka,
þó slík bænarskrá lægi nifcri, og þafc kann vel afc vera,
en þafc er lögfrelsi, sem alþýfcu er veitt, afc hún geti komifc
fram bænarskrá sinni á þjófcþíngi sínu, hvort sem alþíng-
ismenn mæla mefc henni efcur móti; þafc er þafc lögfrelsi,
afc allir fái afc vita, fyrir hverjar ástæfcur bænarskráin sé
tekin efca felld, og þetta lögfrelsi er afc vorri hyggju svo
mikils vert, afc þafc má mefc engu móti skerfca, því sé
alþýfcu bandafc frá þínginu mefc bænarskrár sínar, þá er
leyst samband þess vifc þjófcina, hjörtun kólna og þjófcin
kallar þafc ekki lengur s i 11 þíng, þafc verfcur einskonar
embættismannafundur, háfcur útlendri stjórn og útlendum
vilja, einsog hifc fyrra alþíng á þess sífcustu og verstu
tífcum, en frá því er skaminur vegur til þess þafc missist
afc fullu og öllu, landinu og þjófc vorri til óbætanlegs
tjóns, og þvert á móti tilætlan hins gófca konúngs, sem
alþíngislögin setti.
En einsog regla þessi fullnægir ekki lögunum, efca
tilgángi þíngsins, eins fullnægir hún heldur ekki skyn-
samlegum þíngsköpum. þegar eitthvert mál kemur fram
á þíngi, svo sem þegar forseti hefir tekifc vifc því þíngs-
ins vegna, og birt þafc fyrir þíngmönnum, þá er þafc tekifc
til þeirrar mefcferfcar, sem er samkvæm reglum þíngs-
ins í mefcferfc málanna. þafc sem forseti á afc sjá um í
því skyni, er mefcal annars þaö, afc þau mál, sem fram
borin verfca, komi löglega þínginu vifc afc hans áliti (alþ.
tilsk. 49. gr.). En þegar búifc er afc birta, afc þíngifc hafi
tekifc vifc því efca því máli, þeirri efca þeirri uppástúngu,