Ný félagsrit - 01.01.1858, Blaðsíða 127
BREF FRA ROMABORG.
127
Rdmaborg. Inni í þakinu sjálfu á hvelfíngunni liggja
gaung upp á kirkjuna, svo menn geta hæglega komizt
allt upp undir krossinn, sem er ofaná henni; þaban er
víbsýni mikib yfir sj<5 og'Iand, og hafa ymsir höf&íngjar
gengib þángab upp og ritafe nöfn sín þar; eg sá mefeal
annara nöfn Nikulásar Rússakeisara, Gustafs þri&ja Svía-
konúngs og ymsra annara.
Ab útöldum ítölsku kirkjunum í Rúmaborg, eiga líka
flestar útlendar þjúbir þar kirkjur, t. a. m. þjúbverjar,
Frakkar, Englendíngar, Portúgalsmenn, jafnvel Grikkir og
Armeníumenn, og er þar predikab á þeirra máli. Messu-
gjörí) er samt mef) sama hætti í þeim öllum, nema hvab
Austurlanda-kirkjurnar, Grikkir og Armeníumenn, hafa
hana nokkuö ö&ruvísi en tífckast í Rúmaborg og í Vestur-
landa kirkjunni. Eg verb afe sleppa, ab minnast á fleiri
kirkjur ab sinni, þú núgu margar og merkilegar sö, t. a. m.
Pantheon, sem Marcus Agrippa, tengdasonur Augustus
keisara, lét byggja, nokkru fyrir Krists burb, og helga
Öllum heibnum gobum; þaf) musteri var gjört ab kirkju á
sjöundu öld eptir Krist, og er þaf> sú eina byggíng, sem
hefir sta&if) heil eptir frá dögum rúmversku keisaranna
til þessa dags. Pantheon er jafnmikife ummáls og hvelf-
íngin yfir Péturskirkjunni, og þar er Raphael grafinn,
hinn frægi málari. f grend vife Pa/azzo Farnese (höll
ættarinnar Farnese) er kapella ein lítil; þar var fyrrum
klaustur, sem Birgitta hin sænska stofnafei handa löndum
sínum, er fúru pílagrímsferfeir til Rúmaborgar. Menn
geyma þar enn borfe þafe, er hún var vön afe skrifa vife;
þafe er úr tré, og mjög einfalt; herbergife, sem hún dú í,
er ennþá í sama standi og þá hún bjú þar. Nú eiga
prestar nokkrir frakkneskir húsif) og kapelluna. Santa
Pudentiana er einnig gömul kirkja, hún stendur þar sem